Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Skítafyrirtæki“ segja óánægðir viðskiptavinir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil óánægja ríkir á meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar Tripical, vegna ferða sem hvorki verða farnar né fást endurgreiddar. Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í útskriftarferðum og hafa fjölmargir bókað með þeim pakkaferðir í sumar til að fagna námslokum. Ekkert verður úr mörgum þeirra ferða vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt gildandi lögum um pakkaferðir er skipuleggjanda eða söluaðila pakkaferða skylt að endurgreiða ferðamanni ferð sem ekki var farin. Nú blasir hins vegar við að viðskiptavinir Tripical hafa ekki fengið ferðir sínar endurgreiddar og á Facebooksíðu fyrirtækisins má sjá af nýjustu ummælum að óánægjan er mikil.

„Skítafyrirtæki sem svindlar á sínum viðskiptavinum“ segir einn viðskiptavinur í gær og „Svik og prettir, eina ferðalagið sem þetta fyrirtæki er á“ segir annar nú í morgun.

Ekki náðist í nokkurn hjá ferðaskrifstofunni við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Eins og fram hefur komið í fréttum frá Neytendasamtökunum hafa fjölmargir leitað til þeirra vegna sambærilegra mála og vinna samtökin úr yfir 200 málum sem lúta að endurgreiðslum vegna pakkaferða. Samtökin hvetja fólk til að leita réttar síns, eins og lesa má um í fréttum á vef félagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -