Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Skotveiðimenn hundsa Almannavarnir: Farnir á fjöll með eigin sóttvarnareglur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag skotveiðimanna, Skotvís, fellst ekki á ferðabann sem Almannavarnir hafa sett á skotveiðimenn um þessa helgi vegna útbreiðslu Covid-19. Þess í stað halda veiðimenn til fjalla og hefur félagið sett sínar eigin reglur um það hvernig veiðimenn eigi hegða sér á ferðalagi sínu og í veiðiferð um helgina.
„SKOTVÍS hefur að eigin frumkvæði sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum,“ segir í tilkynningu félagsins.
Í yfirlýsingu félagsins á Facebook kemur fram að veiðimenn eru reiðir stjórnvöldum fyrir að hafa ekki haft samráð við félagið áður en tilmælin voru sett fram. Segja félagsmenn ósanngjarnt að fólk megi stunda almmenna útivist, fara í sumarbústaði en skyttum sé bannað að fara til fjalla. Innlegg félagsins í málin er að banna ekki sínum mönnum að fara til fjalla á skotveiðar en leggja til eigin sóttvarnareglur. Reikna má með að fjöldi veiðimanna sé á faraldsfæti þessa helgina, þrátt fyrir fyrirmæli Almannavarna.
Ein af ástæðum ferðabannsins er að algengt er að kalla þurfi út björgunarsveitir vegna veiðimanna sem komst hafa í villu eða neyð.

Tilkynning Skotvíss var birt á Facebook-síðu félagsins. Hér er hún í heild sinni:

„SKOTVÍS harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil.
Skotveiðimenn óskuðu eftir fundi með Umhverfisstofnun um komandi veiðitímabil en fékk ekki og nú hafa Almannavarnir gefið út yfirlýsingu 5 klst áður en rjúpnaveiðin byrjar án samtals við veiðimenn.
Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum.
Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu.
Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði.
SKOTVÍS hefur að eigin frumkvæði sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar:
Forðist samneyti við aðra
Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu
Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur.
Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A.
Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður.
Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika.
Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -