Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Skúli Mogensen vill að endurreist flugfélag heiti WOW

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air, sagði í fyrirlestri á Startup Iceland í morgun að nýtt og endurreist flugfélag ætti „absolutely“ að heita WOW air aftur. Sjálfur sagðist hann gjarnan vilja taka þátt í WOW ævintýri á nýjan leik.

Í fyrirlestrinum fór Skúli yfir hvers vegna hann hefði ákveðið að WOW skyldi fjárfesta í breiðþotum til lengri ferða. Þetta sagði hann meðal annars vegna þess að hann hefði séð sífellt fleiri bjóða upp á beint flug með smærri vélum milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Skúli bað áhorfendur í sal um að spyrja sig einfaldlega hvort þau myndi velja beint flug eða með stoppi á Íslandi ef verðið væri hið sama. Hann skaut á nýútkomna bók um ris og fall WOW og kallaði hana „einhverja bók“.

„Það þarf að spyrja réttra spurninga,“ sagði Skúli og gerði athugasemd við að enginn hefði leitað svara við því hvers vegna WOW air hefði fjárfest í breiðþotum. Svarið er eins og áður segir ótti við að missa af stórum markaðsbreytingum í kjölfar tækniframfara.

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri Viðskipta á Morgunblaðinu, hefur ritað bók um gjaldþrot WOW. Bókin sem gefin er út af Forlaginu kom út í síðustu viku. Í henni kemur fram að ítrekað hafi verið leitað til Skúla að veita viðtal og koma sínu sjónarmiði á framfæri. Því hafi hann neitað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -