Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Slæm veðurspá setur fund Guðmundar Inga og Sólveigar Önnu á ís – Kemur til landsins á miðvikudag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þarf að fljúga til Kaupmannahafnar fyrr en áætlað hafði verið til að stýra fundi Norrænu ráðherranefndarinnar; vegna þess hefur Guðmundur Ingi frestað fundi sem var fyrirhugaður með Eflingu og því getur ekki orðið af áðurnefndum fundi sem fyrirhugaður var klukkan hálf 9 í fyrramálið.

Guðmundur Ingi mun stýra fundum norrænu ráðherranefndarinnar í höfuðborg Baunalands, Kaupmannahöfn, og hugðist hann síðan fljúga út eftir fundinn með Eflingu.

Slæm veðurspá kom í veg fyrir það.

Hefur flugi ráðherrans verið seinkað og því þarf Guðmundur Ingi að fljúga fyrr út til Kaupmannahafnar, og Efling þarf að bíða.

Eins og fram hefur komið á Mannlífi fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni; var ákveðið fyrir nokkru síðan að Guðmund Ingi myndi stýra fundinum, en kappinn er væntanlegur til landsins á miðvikudag.

Sagt hefur verið hér fráþví að Efling krefst þess að Guðmundur Ingi beiti sér af afli gegn miðl­un­ar­til­lögu ríkissáttasemjara.

- Auglýsing -

Eftir því sem heimildir Mannlífs herma þá hefur það ekki verið fært í tal að annar ráðherra kæmi í stað Guðmundar Inga á fundi með Eflingu.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi bréf þar sem hún leggur hún ofuráherslu á að fundurinn verði í fyrramálið áður en mál ríkissáttasemjara gegn stéttarfélaginu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -