Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Slegist um glæsiíbúð Jóns Ívars – Knútur og Anna buðu best – Sjáið myndirnar!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ívar Ein­ars­son pró­fess­or við lækna­deild Har­vard-há­skóla seldi á dögunum glæs­i­í­búð sína.

Um er að ræða „Pent­hou­se“ íbúð við Löngu­línu í Garðabæ. Útsýnið úr íbúðinni glæsilegu er gott og þar er hátt til lofts og vítt til veggja.

Rut Kára­dótt­ir, einn fær­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, hannaði íbúðina og mikið var lagt í inn­rétt­ing­ar og eru smekk­leg­heit­in við völd.

Sjálf er Íbúðin er 152 fermetrar að stærð, en húsið sjálft var byggt árið 2008.

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið á íbúðinni en Jón Ívar setti 130 milljónir króna á hana. Margir buðu í glæsiíbúðina en hjón­in Knút­ur Bru­un og Anna Sig­ríður Jó­hanns­dótt­ir buðu best, en heimildir Mannlífs herma að hjónin hafi þurft að borga nokkrum milljónum meira en uppsett verð var vegna eftirspurnarinnar.

- Auglýsing -

Knút­ur er lög­fræðing­ur og lífs­k­únstner en þau hjón­in stofnuðu gisti­heim­ilið Frost og funa í Hvera­gerði og ráku það í fimmtán ár; þau eru bæði mikl­ir list­unn­end­ur en þau ráku List­muna­húsið í Lækj­ar­götu á sín­um tíma.

Það á eft­ir að fara vel um þau í Garðabæn­um þar sem stutt er í nátt­úru, góða veit­ingastaði og kyrrð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -