Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard-háskóla seldi á dögunum glæsiíbúð sína.
Um er að ræða „Penthouse“ íbúð við Löngulínu í Garðabæ. Útsýnið úr íbúðinni glæsilegu er gott og þar er hátt til lofts og vítt til veggja.
Rut Káradóttir, einn færasti innanhússarkitekt landsins, hannaði íbúðina og mikið var lagt í innréttingar og eru smekklegheitin við völd.
Sjálf er Íbúðin er 152 fermetrar að stærð, en húsið sjálft var byggt árið 2008.
Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið á íbúðinni en Jón Ívar setti 130 milljónir króna á hana. Margir buðu í glæsiíbúðina en hjónin Knútur Bruun og Anna Sigríður Jóhannsdóttir buðu best, en heimildir Mannlífs herma að hjónin hafi þurft að borga nokkrum milljónum meira en uppsett verð var vegna eftirspurnarinnar.
Knútur er lögfræðingur og lífskúnstner en þau hjónin stofnuðu gistiheimilið Frost og funa í Hveragerði og ráku það í fimmtán ár; þau eru bæði miklir listunnendur en þau ráku Listmunahúsið í Lækjargötu á sínum tíma.
Það á eftir að fara vel um þau í Garðabænum þar sem stutt er í náttúru, góða veitingastaði og kyrrð.