Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Sló í gegn með góðu skoti: „Á meðan þeir tala ger­ir rík­is­stjórn­in ekk­ert af sér í þingsal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á meðan þeir tala, þá ger­ir rík­is­stjórn­in ekk­ert af sér hér í þingsaln­um,“ sagði formaður Miðflokks­ins, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, á þing­fundi í dag; upp­skar hann framíköll og hlát­ur.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Með orðum sínum átti Sigmundur Davíð við Pírata sem héldu upp málþófi um afar umdeilt út­lend­inga­frum­varp Jóns Gunnarssonar dómamálaráðherra.

Voru greidd at­kvæði um leng­ingu þing­fund­ar, sem rík­is­stjórn­ Íslands var fylgj­andi í ljósi umræðna um út­lend­inga­frum­varpið – en þær hafa oft staðið yfir fram á nótt undanfarna daga.

Ríkisstjórn Íslands.

Sig­mund­ur Davíð sagðist lítt botna í málþófi Pírata í umræðum um áðurnefnt út­lend­inga­frum­varp; hann vill meina að rík­is­stjórn­in hafi þynnt málið það mikið út að það sé orðið að engu:

„Pírat­ar ættu að gleðjast yfir því að þeim hafi tek­ist á fimm árum að þynna út þetta litla út­lend­inga­mál dóms­málaráðherra að því marki að það mun ekki skipta neinu máli,“ sagði Sig­mund­ur og bætti þessu við, líkt og kemur fram í frétt mbl.is af málinu:

- Auglýsing -

„En að því sögðu þá er svo­kallað málþóf hátt­virtra Pírata ekki gagns­laust. Því að á meðan þeir tala, þá ger­ir rík­is­stjórn­in ekk­ert af sér hérna í þingsal,“ sagði Sig­mund­ur Davíð og upp­skar mikinn hlát­ur og talsverð framíköll:

„Þess vegna ætt­um við að huga að því, herra for­seti, að það get­ur verið gott að koma í veg fyr­ir tjón. Engu að síður ætla ég að greiða at­kvæði með leng­ingu þing­fund­ar svona til þess að liðka fyr­ir þing­störf­um eins og minn er hátt­ur herra for­seti.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -