Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Smáframleiðendur slá í gegn – mikilvægir fyrir fæðuöruggi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Neytendavakt man.is ákvað að slá á þráinn til Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, hampbónda í Berufirði og framkvæmdastjóra Samtaka Smáframleiðanda matvæla og spyrja frétta. Það er alveg á hreinu að maður kemur ekki að tómum kofanum hjá henni Oddnýu enda þekkt baráttukona þegar kemur að úrbótum í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu í landinu og er alltaf að vasast í einhverju spennandi því tengdu.

„Sæl og blessuð, jú það má endilega segja frá því að samtök Smáframleiðanda fögnuðu eins árs afmæli 5. nóvember,“ segir Oddný hress og kát í Berufirðinum.

„Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og margt hefur áunnist. Félagsmönnum með fulla aðild hefur fjölgað jafnt og þétt, eru í dag ríflega 100. Að auki erum við með á fimmta tug félaga með aukaaðild.“

Það verður að teljast ansi gott. „Það er þvílík flóra af flottum matarfrumkvöðlum um land allt sem spanna allt litrófið. Við erum sífellt að rekast á nýja frumkvöðla með spennandi nýjungar.“

Oddný segir samtökin leggja mikla áherslu á að þróa og kynna söluleiðir sem eru sérstaklega fyrir smáframleiðendur. Söluleiðum fer fjölgandi í takt við aukin áhuga og aukna eftirspurn. Stærsta samstarfsverknið er með Krónunni og gengur út á að setja upp sérstök svæði í tveimur verslunum, Lindum og á Selfossi, sem eru merkt „Matarbúr – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum“.

„Við gerðum einnig samstarfssamning við Kjörbúðina, en vinna honum tengdum hefst á næsta ári. Verkefnið gengur út á að gera staðbundnar vörur smáframleiðenda sýnilegri í verslunum þeirra og stuðla að því að þær vörur sem framleiddar eru á hverju svæði séu seldar í þeim verslunum. Fyrirmyndin tengist Cittaslow hreyfingunni á Djúpavogi. Í Kjörbúðinni þar margfaldaðist sala þeirra vara eftir að þær voru merktar sérstaklega og úrvalið aukið.“

Oddný segir félagið hafa átt í farsælu samstarfi við Gott og blessað sem er ný vefverslun og lítil kjörbúð í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í að selja og keyra heim vörur frá smáframleiðendum um land allt og valdar „gourmet“ vörur. Vel á fjórða tug félagsmanna selja nú vörur sínar í gegnum þau. Áhuginn er mikill, um þessar mundir bætist framleiðandi viðnánast daglega, en þeir eru í kringum 60 í dag. Fleiri leiðir eru til að nálgast vörur smáframleiðenda t.d. Reko Reykjavík, Reko Vesturland, þar sem boðið er upp á milliliðalaus viðskipti. Oddný segir fleiri og fleiri sýna því áhuga að selja vörur smáframleiðanda.
- Auglýsing -

„Við lítum björtum augum til framtíðar. Áhugi og eftirspurn eftir vörum smáframleiðenda eykst stöðugt sem og skilningur fólks á mikilvægi þeirra til að tryggja framþróun, fjölbreytni og fæðuöryggi í landinu.“

Neytendavaktin hvetur landsmenn til að gefa smáframleiðendum gaum í jólabrjálæðinu. Matarhandverk er bæði sniðugt í pakkana sem og á veisluborðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -