Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Snjóflóðahætta á Tálknafirði og Patreksfirði – Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í nokkrum húsum á Tálknafirði og Patreksfirði voru beðin um að yfirgefa heimili sín í dag en snjóflóðahætta er nú á svæðinu.
Rýmingarnar taka gildi klukkan tvö í dag en mun hvessa töluvert upp úr hádeginu í dag á svæðinu.
Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í viðtali við Vísi að ástæðan væri vegna austanáttar sem þegar er orðin mjög hvöss.
Telur hann að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af snjóflóðahættu á fleiri stöðum.
„Það er frekar stutt þetta versta veður þannig að eins og staðan er þá er ekki útlit fyrir að rýmingarsvæðið stækki eða gripið verði til meiri rýminga,“ sagði Magni að lokum.
Björgunarsveitum hafa þegar borist tíu útköll vegna stormsins og ítrekar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar aðmikilvægt sé að fólk hreinsi vel frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -