Fólk stóð upp og klappaði að loknu ávarpi Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, á Alþingi í dag. Um er að ræða sögulegan viðburð á Alþingi en var þetta í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur þar ávarp.
Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir stuðningi við Úkraínumenn að lokinni ræðu Selenskí. Sagði hún íslendinga gera allt í sínu valdi til þess að aðstoða Úkraínu. Íslendingar hafi þegar tekið flóttamönnu frá Úkraínu opnum örmum. Þá sagði hún mikilvægt að rannsaka þá glæpi sem hafa verið framdir í stríðinu. Undir lokinn þakkaði Katrín fyrir stuðninginn og risu allir úr sætum í virðingarskyni við forsetann.