Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sóley fordæmir einelti Vigdísar á skrifstofustjóra: „Flæmd úr starfi sínu með áreitni og ofsóknum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Björg Ragnarsdóttir hefur verið flæmd úr starfi sínu með áreitni og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa. Reykjavíkurborg hefur brugðist henni og öðru starfsfólki með aðgerðaleysi sínu,“ skrifar Sóley Tómasdóttir, fyrrveradi borgarfulltrúi, á Facebook i dag.

Beiðni um flutning

Þá deilir Sóley orðum Helgu Bjargar sem segir að spennandi verkefni á sviði jafnlaunamála í samstarfi Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða námi í kynjafræði við Háskóla Íslands hafi veitt henni kærkomið svigrúm til að stíga út úr daglegu starfsumhverfi sínu undanfarna mánuði. „ … þar sem ég sætti stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa eins og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi,“ segir Helga Björg í yfirlýsingu sinni.

„Fjarlægðin gerði mér kleift að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir og óskaði ég fyrir nokkru síðan eftir tilfærslu í starfi, úr starfi skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara yfir í jafnlaunamálin. Fallist var á þá beiðni nú í lok maí.“

Persónuárásir

Fram kemur einnig í yfirlýsingu Helgu Bjargar að hún muni flytjast til mannauðs- og starfsumhverfsissviðs borgarinnar þar sem hún muni meðal annars koma að því verkefni að útrýma launamun kynjanna.

- Auglýsing -

„Eins og ég hef áður sagt frá (og lesa má um í færslum sem linkað er inn á hér að neðan) gat ég ekki annað en brugðist við stöðugum persónuárásum borgarfulltrúa Miðflokksins. Ég óskaði eftir skoðun á því hvort framferði borgarfulltrúans bryti í bága við siðareglur kjörinna fulltrúa og síðar hvort framkoma hennar félli undir skilgreiningu á einelti.“

Í yfirlýsingu Helgu Bjargar segir að umræddur borgarfulltrúi hafi komið sér undan þáttöku í rannsóknum á framkomu sinni og því hafi engin niðurstaða fengist í mál.

- Auglýsing -

„Úrræðaleysi kerfisins í viðbrögðum við erindum mínum olli mér miklum vonbrigðum. Kerfið skortir alveg úrræði til að takast á við það þegar borgarfulltrúar fara út fyrir umboð sitt og hafa afskipti af einstaka starfsmannamálum, t.d. með mannorðsmeiðandi og ósönnum ummæl

Hótanir um líkamsmeiðingar

Helga Björg tekur sterkt til orða í yfirlýsingu sinni og segir starfsfólk borgarinnar berskjaldað.

„Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum. Það vekur upp áleitnar spurningar um getu sveitarfélaga til að tryggja öruggt starfsumhverfi, t.a.m. í samræmi við reglugerð 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.“

Úrræðaleysi

Víst þykir að Helga Björg sé að vitna í væntanlega úttekt Lífs og Sálar á starfsumhverfi  embættismanna sem Sóley Tómasdóttir nefnir í innleggi en samvæmt orðum Helgu Bjargar var greint frá því í ágúst á síðasta ári að gera ætti úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum fyrir þá starfsmenn sem þurfa reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs í kjölfar ábendinga um starfsumhverfi þeirra sömu.

„Ég er ekki sú eina sem upplifi óöruggt starfsumhverfi,“ segir Helga Björg. „Úrræðaleysi kerfisins er alvarleg ógn við starfsumhverfi alls starfsfólks sveitarfélaga.“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, svaraði hvorki símtali né skilaboðum blaðamanns við ritun fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -