Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Sólveig Anna glímdi við fátækt: „Ég fékk á eigin skinni að reyna alveg rosalega fjárhagserfiðleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég lifði mig mikið inn í og tók þátt í þessari alþýðuuppreisn sem hefur verið kölluð búsáhaldabyltingin. Það hafði að sjálfsögðu mikil áhrif. Og þar hófst næsti partur lífs míns þar sem ég fékk annars vegar á eigin skinni að reyna alveg rosalega fjárhagserfiðleika og hins vegar lærði ég að vera aktívisti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í Helgarviðtali Mannlífs. Sólveig rifjar upp sára fátækt sem hún og maður hennar glímdu við eftir hrunið.

„Ég var að upplifa þá sorg sem fylgir því að reyna að sjá fyrir tveimur börnum undir mjög miklu fjárhagslegu álagi. Það er mikil þrekraun eins og þau vita sem það hafa reynt. Maður vill veita börnunum það sem manni finnst þau eiga rétt á en þarf svo einhvern veginn að lifa hverja einustu stund með þennan skugga fjárhagsáhyggjanna hangandi yfir,“ segir hún um tímann eftir hrunið.

Og það er ekki aðeins peningaskorturinn. Ástandið legst andlega á fólk.

„Það grefur auðvitað undan geðheilsu og lífshamingju fólks sem er sett í þá stöðu. Og á sama tíma var ég svo að upplifa ótrúlega skemmtilega, merkilega, ævintýralega og magnaða hluti með því að taka þátt í búsáhaldabyltingunni; með því að taka þátt í alls konar aðgerðum, með því að kynnast fólki og með því að sjá að fólk var fært um alls konar merkilega hluti, fólk sem var hugrakkt, róttækt og djarft. Þetta var mjög skrýtinn tími, bæði mjög erfiður og sorglegur en jafnframt sjúklega skemmtilegur og spennandi,“ segir Sólveig sem hefur gefið kost á sér í fjórða sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík.

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -