Þriðjudagur 7. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Spurt hvenær kalla skuli til Barnavernd: „Barnið skítugt með ónýtan glerung og angar af fúkkalykt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvenær er ástæða til að hafa samband við Barnaverndarnefnd?“ spyr kona sem kýs ekki að koma fram undir nafni á Facebook síðunni Mæðratips. Hún segir að barnsmóðir manns hennar sendi barnið til þeirra í of litlum fötum, með skítugt hár, óhreinar og óklipptar neglur auk þess sem það angi af fúkkalykt.

Hún segir ennfremur tannglerung vera að eyðast upp hjá barninu, það sé búið að vera í sömu skónum í tvö ár, sé með bauga, andfúlt og allt út sárum.

Og að hún gæti hæglega tiltekið fleira, að eigin sögn.

Sjáum fötin aldrei aftur 

Hún segir að þau hjón hafi boðist til að kaupa ný föt á barnið en svo virðist sem hún gleymi eða hundsi athugasemdir. „Við höfum rætt um að senda föt á milli en hún harðneitar því, og segir að hún kaupi föt á það og við kaupum svo föt sem við eigum að vera með hjá okkur á það. Það hefur einstaka sinnum komið fyrir að það komi í fötum sem það passar í, en þá eru það mjög illa farin föt. Og við sendum það í nýjum fötum tilbaka sem við sjáum aldrei aftur.“

Hún tekur fram að henni sé langt því frá að vera illa við móðurina, hún sé almennileg og kurteis, en lítið sem ekkert breytist við samtöl.

- Auglýsing -

Mikill fjöldi kvenna hefur lagt orð í belg og komið með hugmyndir og tillögur.

Hjördís bendir á að Barnavernd sé engin Grýla. Þar fáist stuðningur ef þörf er á, inngrip í formi stuðnings og eftirfylgdar ef þörf er á. „Barnavernd er engin refsing fyrir að standa sig illa sem foreldri. Það á samkvæmt lögum að tilkynna ef grunur er að barn búi ekki við nægilega gott atlæti á heimili. Ef við tilkynnum ekki um slíkan grun okkar erum við sakhæf ef upp um það kemst“.

„Að tilkynna á ekki að vera ávísun á samviskubit“

„Það á að vera léttir að vita af fagfólki sem mun kanna aðstæður og gera það sem þarf, ef þess er þörf“. Karen tekur undir og segir barnið ávallt eiga að njóta vafans, það sé ekkert það því að leita til fagaðila og láta þau meta hvort grípa þurfi inní.

- Auglýsing -

Sigga bendir á að móðirin gæti hugsanlega farið í hart. „Þess vegna var mitt ráð að láta það þá frekar koma frá ömmunni eða vinkonu parsins eða einhvers sem þau þekkja sem er tilbúinn að taka á sig reiði móður“.

Þrif hafa ekkert með fátækt að gera

Stella segir það vanrækslu að tannbursta ekki barn, þrífa og þvo á því hárið. Það hafi ekkert með fátækt að gera. Og Brynhildur bendir á að ef til væri best að leita til barnalæknis og tannlæknis þar sem glerungseyðing gæti verið ómeðhöndlað bakflæði og andfýla tengd of stórum hálskirtlum.

Aðrar benda á að fúkkalykt gæti tengsl myglu í húsi sem orsakað geti veikindi.

Margir spyrja konuna hvort þau kaupi ekki önnur föt til að eiga hjá sér og hvort þau hafi einfaldlega sest niður til að finna sameiginlega niðurstöður sem verði til þess að barnið upplifi besta mögulega umhverfi.

Það sé best að gera áður en leitað sé til yfirvalda. Það sé alltaf betra að reyna að leysa hlutina á góðu nótunum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -