Fimmtudagur 10. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Sólveig Anna um kjaraviðræðurnar: „Tíminn er runninn út fyrir leiki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tíminn er runninn út fyrir leiki og það er miður að Reykjavíkurborg skynji það ekki.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu sem Efling sendi frá sér, eftir árangurslausan samningafund samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag.

Í tilkynningunni segir að „svo virðist sem samninganefnd borgarinnar og borgarstjóri tali í kross, með þeim afleiðingum að upplýsingagjöf er ekki skýr og ómögulegt að leggja mat á raunverulega stöðu deilunnar.“

Er ennfremur vísað í orð Sólveigar Önnu sem segir borgarstjóra hafa lofað öllu fögru í fjölmiðlum en það sem gerist í samningaherberginu sé ekki í neinu samræmi við það. Innkoma borgarstjóra hafi einungis verið til að afvegaleiða félagsmenn Eflingar, fjölmiðla og almenning. Ótímabundið verkfall og barátta Eflingarfélaga muni því halda áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -