• Orðrómur

Flugfreyjur samþykkja kjarasamning og fagna því að viðræðum sé lokið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning milli félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair.

„Stjórn og samn­inga­nefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakk­ar fé­lags­mönn­um fyr­ir sam­stöðu og stuðning sem ríkt hef­ur meðal hóps­ins síðustu mánuði,“ seg­ir í til­kynn­ing­u sem Flugfreyjufélag Íslands hefur sent frá sér, í ljósi þess að félagsmenn í félaginu hafa samþykkt kjarasamning við Icelandair.

Nálægt níutíu prósent félagsmanna greiddu atkvæði rafrænt. Alls sögðu 83,5 prósent já en 13,42 prósent sögðu nei. Voru þrjú prósent kjörseðla auðir. „Kjör­sókn var mjög góð og sýn­ir það ábyrgð og áhuga fé­lags­manna á starfs­kjör­um sín­um og vinnu­um­hverfi,“ segir í tilkynningunni.

- Auglýsing -

Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum fyrir viku á Hót­el Nordica á Suður­lands­braut. Með þessu er viðræðum lokið og nýr kjarasamningur hefur tekið gildi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -