Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sólveig neitar að afhenda gögnin: „Hann hefur enga heimild til að gera hlutina með þessum hætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Efling ætlar sér ekki að afhenda Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara kjörskrá svo hægt verði að kjósa um miðlunartillögu um helgina.

Ljóst er að erfitt verður fyrir Eflingu að ná nógu mikilli kjörsókn til að fella miðlunartillöguna.

Eins og kom fram þá kynnti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í gær miðlunartillögu í kjaradeilu SA og Eflingar.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Áðurnefnd tillaga er um sams konar samning og SA hefur gert við önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, en Efling og SA fengu frest til klukkan 16 í gær til að afhenda kjörskrá svo hægt verði að kjósa um tillöguna.

SA fékk frestinn framlengdann og afhenti kjörskrá klukkan 12 í dag.

|
Halldór Benjamín Þorbergsson formaður SA.

Efling lýsti síðan yfir vantrausti á Aðalstein ríkissáttasemjara í gær og telur að reyna þurfi á tillöguna fyrir dómstól; hefur ekki afhent skrána.

- Auglýsing -

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir að ekki sé fyrirhugað að afhenda skrána; Efling telur að miðlunartillagan standist ekki lög um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem segir að ríkissáttasemjara beri að ráðgast við samninganefndir aðila áður en miðlunartillaga sem þessi er lögð fram:

„Þá hefur ríkissáttasemjari enga heimild til að gera hlutina með þessum hætti. Hann hefur ekki heimild til þess að krefjast þess að við afhendum kjörskrá. Hann hefur ekki heimild til að koma henni svo áfram til Advania og starta kosningu,“ sagði Sólveig Anna í samtali við ruv.is.

Til þess að ná að fella miðlunartillögu dugir ekki meirihluti greiddra atkvæða; lögin kveða á um að fjórðungur allra félagsmanna þurfi að hafna henni í atkvæðagreiðslu:

- Auglýsing -

„Niðurstaða kosningaþátttöku vegna miðlunartillögu er svo íþyngjandi að fyrir jafn stórt félag og okkar, sem þó er að glíma við það sem öll stéttarfélög eru að takast á við, þátttöku félagsfólks, gerir það að verkum að þessi þröskuldur er afskaplega hár. Það er erfitt fyrir ekki bara okkur heldur alla að komast yfir hann.“ Atkvæðagreiðsla stendur enn yfir um verkfallsaðgerðir hjá hátt í 300 félögum Eflingar og lýkur á mánudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -