Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sonja segir kveðjur Svanhildar kaldar: „Und­ir rós verið að halda því fram að laun­in séu há“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru sýndi mik­il­vægi bæði starf­sem­inn­ar og starfs­fólks­ins. Það er mik­ill skort­ur á starfs­fólki í þess­um geira . Fólk er að kjósa að fara til annarra starfa og þetta hjálp­ar síður en svo þeirri þróun. Fólk upp­lif­ir þessa orðræðu sem kald­ar kveðjur og litl­ar þakk­ir fyr­ir það sem það lagði á sig til að vinna gegn far­aldr­in­um. Þetta fólk hélt að við vær­um öll að vinna sam­an á þess­um álags­tíma,“ seg­ir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is í kjöl­far um­mæla Svan­hild­ar Hólm Vals­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs, sem bar á borð meðal­heild­ar­laun ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, lækna, ljós­mæðra og sjúkra­liða í umræðuþíttinum Silfri Eg­ils á RÚV í gær.

Svan­hild­ur spurði hvenær laun þess­ara stétta væru orðin nægilega góð að þeirra mati.

Sonja seg­ir hins vegar að meðaltal heild­ar­launa segi lítið sem ekkert til um föst laun:

„Fólk ber gjarn­an svona töl­ur sam­an við það sem það þekk­ir til í dag­vinnu­laun­um. Vakta­vinnu­fólk vinn­ur á kvöld­in og um helg­ar. Vakta­vinnu­fólk vinn­ur á rauðum dög­um, eins og um jól og á pásk­um. Það hef­ur verið mik­il mann­ekla og aukið álag vegna heims­far­ald­urs kór­óna­veiru og fólk hef­ur unnið mikla yf­ir­vinnu. Ef við horf­um svo til grunn­launa sem er al­geng­ast að fólk sé að bera sam­an milli stétta þá eru byrj­un­ar­laun sjúkra­liða á Land­spít­al­an­um 448.025 krónur og byrj­un­ar­laun­in hjá hjúkr­un­ar­fræðing­um á sömu stofn­un eru um 525.000 krónur.“

Segir Sonja tíma­bundn­ar álags­greiðslur hafa verið til þessa hóps; að mati BSRB dugi þær hins vegar ekki til að greiða fyr­ir það auka­álag sem skap­ast þegar skort­ir starfs­fólk og sinna þurfi mun fleiri verk­efn­um:

- Auglýsing -

„Þessi umræða vakn­ar í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga. Þarna er und­ir rós verið að halda því fram að laun­in séu há. Það fer ekki vel í fólk sem er á lægri laun­um en stétt­ir sem sinna sam­bæri­leg­um störf­um þegar kem­ur að hæfni­kröf­um, ábyrgð og álagi. Fólk upp­lif­ir þetta sem kald­ar kveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -