Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland um miðjan daginn á morgun: „Líkur eru á suðlægri átt 20-28 m/s vestantil á svæðinu, á Tröllaskaga, í Eyjafirði og í Kinn. Staðbundið geta hviður farið yfir 40 m/s. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.“

Búast má við talsverið eða mikilli rigningu á Suður- og Vesturlandi. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig fólki bent á að við slíkar aðstæður er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.