Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Stjórnarmaður gagnrýnir leikgleði Ríkisútvarpsins: „Upplifir sig eins og einkafyrirtæki á markaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði,“ skrifar Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og nýskipaður stjórnarmaður Ríkisútvarpsins. Hann var í gær skipaður af Alþingi í níu manna stjórn RÚV ehf.

Hann gagnrýnir stofnunina í færslu á Facebook og bendir meðal annars á brambolt ríkisfyrirtækisns á Tik Tik og öðrum samfélagsmiðlum. RÚV hefur verið gagnrýnt fyrir að þenja sig stöðugt út á kostnað annarra miðla og með skattpeninga í farangrinum. Ingvar Smári segir að „þessi leikgleði“ hafi kosti og galla.

„Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég,“ skrifar hann.

Hann telur að sjálfstæði stjórnenda RÚV hafi leitt af sér ákveðna óráðssíu.

„Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -