Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stoppaður með fullan bakpoka af þýfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nótt höfðu lögreglumenn sem voru við eftirliti á Suðurnesjum afskipti af aðila sem var á göngu með bakpoka á bakinu.

Lögreglumenn könnuðust við hann og kviknaði strax grunur um að aðilinn tengdist innbrotahrinu á svæðinu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í ljós koma að aðilinn var með fullan poka af þýfi.

„Aðilinn heimilaði lögreglu að skoða í bakpokann sem hann var með og var hann augljóslega ekki í eigu mannsins. Aðilinn var handtekinn og viðurkenndi hann síðar að hann hafi verið að koma úr innbroti.

Sjá handtekni vísaði þá lögreglu á hvar hann byggi og þar fannst mikið mikið magn af veiðidóti, verkfærum og öðrum munum sem taldir eru þýfi.

„Annar maður var í íbúðinni og er hann einnig talinn tengjast innbrotunum, sá var einnig handtekinn. Við vinnum nú að því að skrá þessa muni og fara yfir allt saman , aðilarnir verða yfirheyrðir síðar í dag. Við munum vera í sambandi við þá sem kært hafa þjófnaði undanfarið og fáum þá aðila til að koma og bera kennsl á hluti sem við haldlögðum í nótt,“ segir í færslunni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -