Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Stóra-Skógfell umlukið hrauni á þrjá vegu – Gönguleiðin komin á kaf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á umhverfinu í kringum Stóra-Skógfell eftir eldgosið úr Sundhnúkagíg. Stór hluti gönguleiðarinnar frá Gíghæð að fjallinu er kominn undir hraun. Fjallið er nú umvafið hrauni á þrjá vegu. Sá sem ætlar sér að ganga á fjallið þarf að krækja fyrir hrauntungu sem teygir sig allt að kílómetra norður að Litla-Skógfelli. Fjallið liggur nú inni í tungu sem er umvafin hrauni.

Myndin er tekin við hraunjaðarinn. Í fjarska sést Sýlingafell. Hraunið rann um kílómetra í áttina að Litla-Skógfelli, yfir Skógfellahraun. Mynd: Reynir Traustason

Breytingarnar sem hafa orðið við seinasta gos eru sláandi. Mannlíf lagði leið sína að hraunjaðrinum og norður með honum. Hraunbreiðan er áminning um þau ósköpin öll  sem gengu á þegar gaus í janúar.

Jarðfall við Gíghæð. Í fjarska má sjá Litla-Skógfell.
Mynd: Reynir Traustason.

Gönguleiðin frá Gíghæð að Stóra-Skógfelli hefur notið vinsælda. Dæmi eru um að gengið hafi verið upp á Stóra-Skógfell og þaðan sem leið liggur meðfram Sundhnúkagígum og inn í Grindavík. Þessi leið er nánast öll undiir hrauni. Jarðvísindamenn spá því að enn muni gjósa á þessum slóðum í vikunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -