Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Stórfyrirtækið Þorbjörn gefst upp á starfsemi í Grindavík: „Við sjá­um því miður ekki til lands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrikalegar afleiðingar eldgosanna í Grindavík komu skýrt í ljós í gær þegar fyrirtækið sagði upp 56 starfsmönnum sínum í landvinnslu og hyggst leita nýrra leiða við að halda úti rekstri sinum. Þorbjörn hf, hefur um áratugaskeið verið helsti burðarásinn í atvinnulífi Grindvíkinga og eitt blómlegasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands. Það er ekki síst vegna Þorbjarnar að Grindavík var fyrir gos blómlegasta byggðarlagið á Reykjanesi.

„Þor­björn hf. var fyrst stofnað í Grinda­vík fyr­ir sjö­tíu árum og hef­ur síðan rekið öfl­uga fisk­vinnslu í landi ásamt því að gera út skip frá Grinda­vík. Okk­ur hef­ur tek­ist að verða eitt öfl­ug­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með hjálp okk­ar góða starfs­fólks sem hef­ur stigið öld­una með okk­ur um ára­bil. Fyr­ir það erum við þakk­lát,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins um uppsagnirnar.

Breytingar nauðsynlegar

Stjórnendur Þorbjarnar segjaszt í tilkynningu hafa lagt mikla áherslu á að halda starfs­fólki sínu þrátt fyr­ir mikl­ar áskor­an­ir í rekstri sök­um nátt­úru­ham­far­anna. En nú er komið að leiðarlokum.

„Við stóðum í þeirri trú að lát yrði á jarðhrær­ing­um við Grinda­vík inn­an tíðar og hægt yrði að hefja upp­bygg­ingu og starf­semi okk­ar í Grinda­vík. En við sjá­um því miður ekki til lands enn hvað það varðar. Spár og mat vís­inda­manna á stöðu nátt­úru­ham­far­anna í Grinda­vík og aðgerðir yf­ir­valda leiða óhjá­kvæmi­lega til breyt­inga á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins“.

Eigendur Þorbjarnar segjast áfram munu þrýsta á yf­ir­völd að gera sér og öðrum fyr­ir­tækj­um kleift að halda starf­semi sinni áfram í Grinda­vík að viðhöfðu fyllsta ör­yggi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -