Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stuðningur við aðild að ESB eykst enn – 40,8% eru fylgjandi aðild en 35,9% eru andvíg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu, sem unnin var fyrir Evrópuhreyfinguna, eru fleiri hlynntir en andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

40,8% aðspurðra eru fylgjandi aðild; 35,9% eru andvíg.

Fimmtungur svarenda tók ekki afstöðu.

Er þetta í fyrsta sinn sem fleiri eru fylgjandi en andvígir aðild í könnun Maskínu.

Svipuð niðurstaða fékkst er Gallup kannaði afstöðu Íslendinga til aðildar í mars í fyrra, rétt eftir innrás Rússa í Úkraínu; Þá voru fleiri fylgjandi en andvígir; var munurinn meira afgerandi en nú.

Kemur fram að könnunin var gerð dagana 3. til 7. febrúar; svarendur voru 1.036; könnunin var lögð fyrir þátttakendur í Þjóðgátt Maskínu, sem er valinn af handahófi úr Þjóðskrá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -