- Auglýsing -
Það er lægð vestan við landið – er beinir suðlægri átt til okkar, á bilinu 5 til 10 metrum á sekúndu með skúrum. Lægðin hreyfist ekkert í dag né á morgun.
Loftmassinn yfir Íslandi er svalur sem og óstöðugur; eins og segir í pistli veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands; því ætti ekki að koma á óvart þó sumir skúrirnir verði í formi slydduélja.
Á norðaustanverðu landinu ætti að vera tiltölulega þurrt; bjartir kaflar á þeim slóðum.
Á þriðjudaginn er síðan svipað veður í kortunum – suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum – þurrt norðaustantil.