Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sýknaður af brotum gegn barni: „Hann hafi haft við hana kynmök um nóttina en hún þóst vera sofandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um kynferðisbrot gegn barni, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Samtals voru ákæruliðirnir þrír; vörðuðu meint brot mannsins gegn sömu stúlkunni. Var maðurinn sýknaður á þeim grundvelli að hann hafi haldið að stúlkan væri eldri; hann játaði að öðru leyti verknað sinn.

Kynntust maðurinn og barnið á stefnumótaforriti þegar hún var 14 ára og hann 22 ára.

Stúlkan sagði að hún hefði kannast við manninn áður en þau kynntust á áðurnefndu forriti; hann var starfsmaður á stofnun; einhverskonar sumarbúðum ætluðum stúlkum á aldrinum 13 ára til sextán ára, sem hún hafði sótt.

Síðan var það árið 2020 sem þau kynntust á Tinder – í kjölfarið hist og haft samfarir.

Var manninum í ákæru gefið það að sök að hafa í fyrsta lagi klætt stúlkuna úr „fötunum og haft við hana samræði uns hann fékk sáðlát.“

- Auglýsing -

Í annan stað hafi hann í bíl „nuddað kynfæri [stúlkunnar] og sett fingur í leggöng hennar.“

Í þriðja lagi hafi maðurinn, aftur í bíl, „látið [stúlkuna] fróa sér […] látið hana hafa við sig munnmök og fróa sér uns hann fékk sáðlát.“

Kemur fram að maðurinn játaði háttsemina sem lýst var í ákærunni; neitaði hins vegar varðandi aldur brotaþola.

- Auglýsing -

Í dómnum kemur það fram að það liggi ljóst fyrir að stúlkan hafi verið 14 ára og 9 mánaða gömul þegar þau áttu í kynferðislegum samskiptum.

Er því lýst í dómnum að nokkrum mánuðum síðar hafi hún fengið að gista hjá manninum; hafi hún þá ekki viljað stunda kynlíf með honum „en hann hafi hins vegar haft við hana kynmök um nóttina en hún þóst vera sofandi á meðan.“

Ekki er fjallað meira um það atvik í dómnum sjálfum:

„Ég hafði aldrei vitað að 14 ára unglingar væru svona í samskiptum. Ég kannski svona ranglega ályktaði að stúlka sem væri inni á stefnumótaforriti og talaði á svona kynferðislegan hátt, væri svona kannski, komin svolítið lengra í þroska og var ég ekkert að draga það í efa … af því ég, þetta er svona í rauninni, ég hafði aldrei vitað að 14 ára unglingar væru svona í samskiptum.“ sagði maðurinn í skýrslutöku hjá lögreglunni; hélt því fram að hann hafi haldið að hún væri 15 ára.

Stúlkan vildi meina að áður en þau hafi stundað samfarir í eitt skiptið hafi hún sagt manninum að hún væri 14 ára gömul og sagði manninn alls ekki hafa sýnt nein viðbrögð við því.

Kemur fram að samskipti þeirra á Tinder liggi fyrir í málinu; þar kemur fram að stúlkan hafi sagst vera 15 ára gömul.

Þótti framburður mannsins stöðugur sem og trúverðugur, en ósamræmi þótti gæta í framburði stúlkunnar sem þótti draga úr trúverðugleika hennar.

Taldi dómurinn að maðurinn hafi ekki búið yfir upplýsingum sem gæfu tilefni til að draga í efa að hún hafi verið 15 ára, frekar en 14 ára.

Var maðurinn, eins og áður segir, sýknaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -