Sýning blaðaljósmyndara komin heim

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndir ársins, árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands, stendur nú yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af dómnefnd úr 826 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara og er óhætt að fjölbreytnin ráði ríkjum.

Þess má geta að síðustu ár hefur sýningin verið haldin víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og var því haft á orði við opnunina í Ljósmyndasafni Reykjavíkur að hún væri nú loks komin aftur heim. Hér gefur að líta þær myndir sem hlutu verðlaun að þessu sinni.

Umhverfismynd ársins 2019. Ljósmyndari / Eggert Jóhannesson

Tímaritamynd ársins 2019 – Sundhöllin. Ljósmyndari / Aldís Pálsdóttir

Portrettmynd ársins 2019. Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

Myndaröð ársins 2019. Ljósmyndari / Golli – Kjartan Þorbjörnsson

Íþróttamynd ársins 2019. Ljósmyndari / Kristinn Magnússon

Sigtryggur Ari tók fréttamynd ársins 2019, Loftslagsverkfall.

Daglegt líf mynd ársins 2019. Ljósmyndari / Heiða Helgadóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...

„Eins og ég sé að taka þessar tilfinningar og skilja þær eftir á rammanum“

„Þemað er þunglyndi, þetta eru frekar svört verk,“ segir myndlistarmaðurinn Kris Helga um verkin sem hán sýnir á sýningunni Hugarmyrkur sem opnar á laugardaginn...