Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Talningarmálið orðið sögulegt: Í fyrsta sinn sem yfirkjörstjórn eru send sektarboð eftir kosningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs sent yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sektargerð; þar er henni er boðið að ljúka málinu með sektargreiðslum.
Mesta brotið, ef svo mætti segja, er það að hafa látið atkvæði liggja óinnsigluð eftir að talningu lauk að kvöldi kosningadags.

Rannsóknin á málinu lauk í síðustu viku og fór málið fór til meðferðar hjá ákærusviði lögreglustjórans á Vesturlandi. Í framhaldi af því voru sendar út sektargerðir til allra sem eru í yfirkjörstjórninni og þeim var boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu.

Sömu heimildir Mannlífs herma að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hafi fengið hæstu sektina – 255 þúsund krónur.

Þá virðist vera svo að aðrir í yfirkjörstjórninni hafi fengið sekt upp á 150 þúsund krónur.

Ef til þess kemur að fólkið í yfirkjörstjórninni fellst ekki á sektinargreiðsluna þarf lögreglustjórinn á Vesturlandi að úrskurða hvort gefin verði út kæru; myndi þá málið rata fyrir dómstóla. Er þetta í fyrsta skipti sem að yfirkjörstjórn hafi verið send sektarboð eftir kosningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -