Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tapi Bjarni gegn Guðlaugi mun hann hætta: „Þá er mín­um tíma í stjórn­mál­um bara lokið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, sagði í útvarpssþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un að tíma hans í stjórn­mál­um væri lokið ef Guðlaug­ur Þór Þórðar­son fer með sig­ur af hólmi í for­manns­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fram fer um næstu helgi:

„Ég hef heyrt í hon­um,“ svaraði Bjarni þegar hann var spurður hvort Guðlaug­ur Þór hefði tjáð hon­um hvort af fram­boði hans yrði eður ei:

„Verður ekki Guðlaug­ur bara að fá að eiga sín „mó­ment“,“ sagði Bjarni.

Bætti við:

„Ég hef alltaf verið skýr með það að það á eng­inn til­kall til þess að halda for­manns­stóln­um í Sjálf­stæðis­flokkn­um eða öðrum kjörn­um embætt­um; eng­inn á til­kall til að vera kos­inn á Alþingi yfir höfuð eða fá embætti inn­an þing­flokks­ins eða ann­ars staðar.“

Bjarni sagði það mikinn heiður að hafa fengið að vera formaður flokks­ins svo lengi sem raun ber vitni:

- Auglýsing -

„Mér finnst hafa gengið vel, við höf­um skilað frá­bær­um ár­angri; það er ár­ang­ur sem ég tel að eigi að vera aðal­mæli­kv­arðinn á það hvort maður geti verið sátt­ur við sitt fram­la. Ég er afar stolt­ur af því hvernig sú staða lít­ur út í dag. Við höf­um átt sam­töl núna allra síðustu daga, við Guðlaug­ur Þór, og þar hafa ekki komið fram nein­ar ábend­ing­ar eða gagn­rýni sem varða mál­efna­leg­ar áhersl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. En það sem ég mun leggja áherslu á í minni póli­tík hér eft­ir sem hingað til og í aðdrag­anda þessa fund­ar og á fund­in­um sjálf­um er að við lofuðum að skila ár­angri; við erum að skila mjög góðum ár­angri; við get­um talað um síðustu þrjú árin eða síðustu tíu árin, Ísland hef­ur verið í stöðugri sókn,“ sagði Bjarni.

Hann segir stöðuna í dag vera einfalda – hún snúist um gamaldags valdabaráttu:

„Þetta er gam­aldags valda­bar­átta, við skul­um bara segja það eins og er. Ég held að átök inn­an flokks­ins séu ekki lík­leg til að auka fylgið, ef flokks­menn geta ekki staðið sam­an, af hverju ætti þá fólk að standa með flokkn­um? Ég legg bara aft­ur á það áherslu að ég sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri af mik­illi auðmýkt, ég lít langt í frá á það sem sjálf­sagðan hlut að fá end­ur­nýjað umboð, ég hef aldrei gert það.“

- Auglýsing -

En ef Bjarni tapar gegn Guðlaugi Þór? Hvað gerist?

„Ég ætla ekk­ert að vera að draga fjöður yfir það, ef mín­um tíma sem for­manns lýk­ur í þessu kjöri, þá er mín­um tíma í stjórn­mál­um bara lokið. Mér finnst það bara eðli­legt og ég myndi al­veg geta sætt mig við það. Það er vegna þess að ekk­ert er mín­um vilja fram­ar en það að vilji flokks­manna ráði för,“ sagði Bjarni í morg­un.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -