Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Teitur kann mörg sparnaðartrix – „Við erum á leiðinni til andskotans og öllum er sama“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar að þessu sinni er Teitur Atlason. Hann er Reykvíkingur, fæddur árið  1969, býr í 101 og er giftur Bryndísi Bjarnadóttur. Teitur og Bryndís eiga sex börn þar af búa fjögur hjá þeim. Teitur vinnur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er varaformaður Rósarinnar sem er félag innan Samfylkingarinnar.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Alltaf.  Margar verslanir leggja sig fram við að blekkja viðskiptavinin sína (sem er í rauninni meira en lítið undarlegt). Það er gert með allskonar trixum sem mörg hver eru mjög lúmsk. Vörur sem eru á sér bakka út á miðju gólfi með flennistórum verðmiða sem áréttar hvað varan kosti (og sé ódýr) er venjulega aðeins dýrari en önnur samskonar vara í sömu búð. Þetta er trix til að losna við lager sem hefur safnast upp. Svo er mjög oft misræmi milli hilluverðs og verðs á kassa.  Vara sem er í hillu á að kosta 499 krónur, kostar meira þegar varan er skönnuð á kassanum en verslunin tekur sjensinn að fólk nenni ekki að gera athugasemdir enda munar kannski bara nokkrum tíköllum.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Við erum með stórt heimili og höfum lært allskonar trix til þess að spara.  Það er svo öfugsnúið að þvi meira sem maður sparar i innkaupum, þeim mun betri mat fær maður fyrir vikið.  Sparnaður felur í sér að sjá fram í tímann og skipuleggja innkaupin vel. Það er mjög litill sparnaður í því að kaupa alltaf í matinn sama dag og hann er eldaður.  Þá fer allt úr böndunum.  Það er t.d gott sparnaðarráð að kaupa bara það sem vantar, janvel þótt það sé bara ein krukka af einhverju kryddi. Fólk freistast til þess að kaupa meira en það þarf.  Það er gott sparnaðarráð ákveða að kaupa ekkert annað en það sem þarf.  Það er áskorun get ég sagt ykkur.  Svo erum við með matseðil vikunnar á „To-Do“ lista sem er yfirleitt gerður á sunnudögum. Það er sniðugt.  Við höfum keypt „grams“ beint af sjómönnum. Þar fær maður topp fisk á góðu verði.  Við erum bísna öflug í matarsparnaði og hendum eiginlega aldrei mat.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Ég endurnýti allskonar og er virkur á sparnaðar og endurnýtingarsíðunum á Facebook.  Ég vil benda á tvö ráð sem eru sniðug í þessu samhengi.  Ég nota plastpokana sem eru inní Cherioos pökkunum aftur og aftur. Þetta eru fullkomnir pokar sem má nota i allt.  Frábærir í frystinn og allskonar málningarstúss. Svo tek ég restarnar af lamphaga-salatinu (sem eru með moldarkubbi neðst í pokanum) og gróðurset kubbinn aftur þegar ég er búin að nota salatið.  Það tekur  nokkrar vikur að fá nýtt en miklu betra salat.  Maður þarf að vísu helst að eiga garð, en það er vel  hægt að setja kubbinn í blómapott.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Ég hef allskonar í huga.  Ég vil til dæmis helst ekki kaupa vörur af náttúruníðingum og þeim fyrirtækjum sem koma illa fram við verkafólk.  Euroshopper vörurnar eru því miður stundum í körfunni minni því þær eru bara svo ódýrar.  Mér blöskar plastnotkun í mjólkurbransanum en það er einfaldlega ekki hægt að snúa viðskiptum sínum neitt annað því öll fyrirtæin eru með plast á heilanum.  Þetta er furðulegt metnaðrleysi hjá þessum flottu fyrirtækum.  Ég kaupi helst notaðar vörur og ég á erfitt að umbera neyslu-sturlunina sem einkennir samtímann okkar og lygarnar sem stóru fyrirækin eru sífellt að dúndra á okkur með auglýsingum sem eiga ekkert skilt við neitt sem kallast venjulegt líf.  IKEA er til dæmis dæmi um fyrirtæki sem gerir hreinlega út á að vera umhverfisvænt og hvaðeina en vörurnar þeirra eru þegar öllu er á botnin hvolft, einnota.  Þær eru svo ódýrar að fólk hendir gömlum IKEA mublum, vegna þess að það „er komin ný lína“ – sem allir verða náttúrulega að fá sér.  Áður fyrr átti fólk húsgögn áratugum saman. Núna er þeim hent eftir nokkurra ára notkun.   Við þessu bara til eitt orð og það er „sveiattan“

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Það verður að viðurkennast að það er mjólk.  Það er keypt gríðarlegt magn af mjólk á heimilinu enda eru fjórir unglingar á heimilinu og ég er sjálfur mjókurþambari. Þetta er skammarlegt því mjólk er afar óholl samkvæmt mörgum rannsóknum (til dæmis nýlegri sænskri rannsókn). Svo er það ógeðfeld hugsun í mínum huga að drekka mjólk úr annari dýrategund en maður er af sjálfur.  Þetta er einhverskonar súper-öfuguggaháttur sem erfitt er að festa reiður á.  Þess utan er mjókurbransinn frekar vafasamur frá siðferðislegu sjónarhorni og gríðarlega skaðlegur frá vistfræðilegu sjónarhorni.  Fólk ætti almennt ekki að leggja sér mjólk til munns  nema út í kaffi eða þvíumlíkt.  Mjólk er óþverri.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Mjög miklu.  Þetta er það eina sem skiptir máli þegar öllu er á botnin hvolft.  Við íslendingar erum sennilega mestu umhverfissóðar veraldarinnar og við erum allavega mestu umhverfissóðar Norðurlanda. Allt þetta gerist samhliða einhverri sjálf-dáleiðslu-möntru um að Íslendingar séu svo mikil „náttúrubörn“ og tengls okkar við náttúrna séu bæði sterk og heilög. Ekkert ef meira fjarri sanni.  Umhverfisdólgar njóta lagalegrar verndar frá valdhöfum og hafa meir að segja bein áhrif á gerð reglugerða sem snúa að þeirra eigin umhverfissóðaskap.  Allt þetta er gert með velvild og samþykki stjórnvalda.  Einu aðgerðirnar sem við neytendur sjáum er eitthvað rugl um að banna sogrör í kókómjólkufernur en plast drasl frá stóriðnaði er aldrei bannað og þótt það sem miljón sinnum umfangsmeira en eitthver aumingjaleg rör.  Allt plastdraslið frá sjávarútveginum er undanskilið frá öllum mengunarkröfum.  Þetta eru mörg hundruð þúsund tonn á hverju ári.  Við erum á leiðinni til andskotans og öllum er sama.

Mest sama eru samt valdhafandi stjórmálamenn. Þeim er skítsama um umhverfisvernd enda gera þau ekki neitt sem skiptir máli. Stjórnmálamenn sem gera ekkert þegar ógnir blasa við, er alveg sama um náttúruvernd nema ef það tryggir þeim einhver atkvæði í kosningum. Þetta er sorglegt en þetta er staðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -