Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

„Það eru fleiri greiningar á inflúensu núna á þessum árstíma heldur en í meðalári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 og ræddi um flensuna sem er að herja á landann þessi misserin:

„Það sem við erum að merkja er að það eru fleiri greiningar á inflúensu núna á þessum árstíma heldur en í meðalári. Þetta er að koma eitthvað fyrr. Þá er ég ekki að tala um síðastliðin tvö ár, sem voru óvenjuleg, heldur árin þar á undan,“ sagði Guðrún og bætti við:

„Það er hugsanlegt að það hafi orðið breyting á þessu út af Kóvid, og það er áhugavert að sjá hvað gerist í vetur.“

Guðrún segist ekki sjá merki um Kóvid-bylgju eins og staðan er hér á landi núna:

„Enginn er á gjörgæslu og okkur var ekki kunnugt um sjúklinga á öðrum spítölum. Þetta er aðeins aukning; var komin niður í færri en fimm fyrir mánuði síðan. En þetta er ekki í þeim fjölda sem var hvað mest, ástandið er alveg þolanlegt og við fylgjumst vel með þessu; það er ekki nein merki um að við séum að fara í stóra bylgju eins og er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -