Laugardagur 5. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

„Þetta er mín leið til mótmæla fitufordómum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska fyrirsætan Ísold Halldórudóttir hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Ísold er mikill talsmaður líkamsvirðingar og berst gegn fitufordómum.

 

Ísold hefur lengi verið virk á Instagram og þar kemur hún boðskap sínum til skila: að feitt fólk geti líka verið fallegt. Einn dag þegar Instagram eyddi síðunni hennar skyndilega og án útskýringa stofnaði hún nýja síðu og virkjaði myllumerkið #fatgirloncam sem hefur náð töluverðri útbreiðslu.

„Ég fékk aldrei útskýringu á því af hverju síðunni minni var eytt. En ég get ímyndað mér að það hafi veri vegna líkama míns, feita líkamans sem ég hef verið óhrædd við að deila myndum af,“ útskýrir Ísold.

„Ég hef aldrei verið hrædd við að sitja fyrir fáklædd en margt fólk á erfitt með að höndla það. Þetta kallast fitufordómar. Þess vegna langaði mig að stofna myllumerkið #fatgirloncam,“ útskýrir Ísold.

Mynd / Saga Sig

„Þetta er mín leið til mótmæla fitufordómum og ég vona að þetta verkefni mitt veiti öðru fólki innblástur til að taka líkama sinn í sátt og vera stolt af vexti sínum.“

Sumir segja hana slæma fyrirmynd

- Auglýsing -

Spurð út í hvaða viðbrögð hún hefur fengið við skilaboðum sínum á samfélagsmiðlum segir Ísold flest þeirra hafa verið jákvæð. „Flestir sýna mér stuðning og hvetja mig áfram. En svo eru alltaf einhverjir sem neita að stíga út úr þægindarammanum sínum.“

„Það þarf eitthvað í samfélaginu að breytast þannig að feitt fólk njóti sömu virðingar og aðrir.“

Hún segir nokkra hafa mótmælt því sem hún sé að gera með þeim rökum að hún sé að lofsama offitu og sé slæm fyrirmynd. „Fólk er hrætt við það sem það ekki skilur. En ég er að berjast fyrir breyttum viðhorfum. Það þarf eitthvað í samfélaginu að breytast þannig að feitt fólk njóti sömu virðingar og aðrir.“

Ekki aftur snúið eftir fyrsta fyrirsætuverkefnið

- Auglýsing -

Eins og áður sagði er Ísold fyrirsæta og hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni.

Spurð út í hvort hana hafi alltaf langað til að verða fyrirsæta segir hún: „Hér áður fyrr hefði ég ekki trúað að ég ætti möguleika á að starfa sem fyrirsæta. Í gegnum tíðina hef ég fengið ýmis ráð um hvernig ég ætti að grennast, hvernig ég ætti að klæða af mér vöxtinn og línurnar og fela „gallana“. Þannig að þegar fyrsta tækifærið til að gerast fyrirsæta kom þá þurfti ég að endurhugsa hlutina upp á nýtt,“ útskýrir Ísold.

Fyrsta fyrirsætuverkefnið var að sitja fyrir í myndaþætti í LOVE Magazine en það var ofurfyrirsætan Kendall Jenner sem sá um að mynda Ísold.

„Eftir þessa lífsreynslu var ekki aftur snúið. Ég fékk þetta tækifæri og mér fannst ég verða að halda áfram að berjast fyrir breyttum viðhorfum.“

https://www.instagram.com/p/BgRu-3LFdqk/

Ísold tekur fram að hún geti upp að vissu marki skilið fólk sem á erfitt með að höndla þau skilaboð sem hún sendir út með myndunum sínum. „Það fólk sem líkar illa við það sem ég stend fyrir má vita að ég áfellist það ekki. Við höfum verið forrituð á vissan hátt,“ segir Ísold og á við að staðalímyndin sé sú að til að vera fallegur þurfi maður að vera grannur.

„Það voru við sem bjuggum þessar staðalímyndir til þannig að það er okkar hlutverk að breyta þeim.“

Mynd / Berglaug Garðarsdóttir

„En ef við getum ekki viðurkennt mistökin þá getum við ekki knúið fram breytingar. Það voru við sem bjuggum þessar staðalímyndir til þannig að það er okkar hlutverk að breyta þeim og það er það sem ég er að gera. En mér finnst allt í lagi ef fólk fílar mig ekki, ég get elskað mig án samþykkis frá ókunnugum.“

Margar fyrirmyndir í bransanum

Aðspurð hvort að hún eigi sér einhverjar fyrirmyndir innan tískuheimsins svarar hún: „Já, auðvitað. Það eru svo margar ótrúlega flottar fyrirmyndir þarna úti sem eru að breyta sögunni.“

Mynd / Dóra Dúna

Hún nefnir nokkur dæmi: „Tess Holliday, það var stórt skref þegar hún skrifaði undir samning við Milk-umboðsskrifstofuna. Svo hefur Beth Ditto alltaf verið samkvæm sjálfri sér. Hún var fyrsta manneskjan sem fékk mig til að trúa því að ég gæti gert hvað sem ég vildi, óháð því hvernig ég er vaxin,“ segir Ísold.

Hún bætir við: „La’Shaunae Steward er líka flott fyrirmynd, hún leyfir sér að vera algjörlega hún sjálf og er óhrædd við að tala um það sem hún hefur gengið í gegnum, eitthvað sem margir þora ekki að gera. Hún er hugrökk og sterk og þorir að tala opinskátt.

Það gleður mig líka að sjá hvað transsamfélagið er að verða sýnilegt í tískuheiminum. Það eiga allir rétt á því að sjást og láta heyra í sér. Allir eiga skilið virðingu, óháð stærð, kyni, kynþætti og kynhneigð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -