Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þjóðarátak skilar árangri: „Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í 5.600 umsóknir í grunnnám bárust Háskóli Íslands fyrir skólaárið 2019-2020. Það er tæplega 13% aukning frá því í fyrra. Sé horft tvö ár aftur í tímann nemur fjölgunin um 25%. Þetta kemur fram í tilkynningu Háskóla Íslands.

„Umsóknarfjöldinn er umtalsvert meiri en nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár,” segir í tilkynningunni. Umsóknir í grunn- og framhaldsnám voru hátt í níu þúsund. „þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum.”

„Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf.” Umsóknirnar skiptast niður á fimm svið innan háskólans.

„Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Sem fyrr er viðskiptafræði vinsælasta greinin.” Hátt í 1.700 umsóknir bárust Heilbrigðisvísindasviði. „Inni í þeirri tölu eru rúmlega 420 nemendur sem þreyttu inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands fyrir helgi.” Hugvísindasvið barst um 1.200 umsóknir og er íslenska sem annað mál vinsælasta greinin.

Fjölgunin nemur um 45% milli ára. „Verkfræði- og náttúruvísindasvið fékk tæplega 950 umsóknir.” Vinsælastar eru verkfræði- og tæknifræðigreinar innan sviðsins. „Menntavísindasvið fékk rúmlega 800 umsóknir.” Eins og áður segir hefur vinsældir kennaranáms aukist. „sérstakt þjóðarátak hefur staðið yfir til að laða fólk í kennaranám hérlendis.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -