Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Dr. Áslaug tekin við Háskólanum á Akureyri: „Ég er virkilega spennt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir er formlega tekin við sem rektor Háskólans á Akureyri en hún tekur við af Eyjólfi Guðmundssyni, sem hefur verið rektor skólans frá 2014.

Háskólaráð tilnefndi Áslaug 2. apríl síðastliðinn sem næsta rektor skólans og var tillagan samþykkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fimm umsóknir bárust um embættið, að því er fram kemur á vef HA, en skipað er til fimm ára.

Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur unnið við rannsóknir og kennslu. Þá hefur Áslaug aukreitis verið gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands.

„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri,“ sagði Áslaug í tilkynningu frá skólanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -