Sunnudagur 14. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Þolinmæði lykilatriði um helgina: „Framúrakstur og slíkt hefur lítið uppá sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búast má við talsverðri umferð um Verslunarmannahelgina, enda stærsta ferðahelgi landans. „Okkar ráðlegging til ferðamanna er að gefa sér tíma, gera ráð fyrir að það verðir tafir einhverstaðar á leiðinni,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Bæjar- og útihátíðir eru nú í fullum gangi í öllum landshlutum og hefur lögreglan aukið viðbúnað samkvæmt því.

Mesta álagið lendir á lögreglunni á Suðurlandi, ekki síst vegna umferðar til og frá Landeyjarhöfn. „Við erum líka með fjölmennt mót á Höfn í Hornafirði, Landsmót ungmannafélaga, hátíð á Flúðum og meira og minna öll tjaldsvæði full,“ segir Oddur og bætir við: „Það er af nógu að taka og þetta er ofan í alla ferðamannaumferðina.“„Við verðum með hellings umferðareftirlit,“ segir Oddur en talsvert bætist í mannskapinn á Suðurlandi. „Við verðum með þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglumenn í henni. Við erum líka með sérstakt teymi sem að eru lögreglumenn með fíkniefnarleitahund. Þeir verða einhverja daga á ferðinni.“

Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi Eystra hefur allt gengið vel. Nú stendur yfir bæjarhátíðin Ein með Öllu á Akureyri og Síldarævintýrið á Siglufirði. Þeir ítreka skilaboð Odds um að fólk gefi sér tíma í hlutina og hafi þolinmæði. „Framúrakstur og slíkt hefur lítið uppá sig. Ef maður tekur fram úr einum þá tekur bara við annar.” Fólk má heldur ekki gleyma að njóta þess að vera í fríi og gefa sér tíma í það sem það er að gera hverju sinni. „Njóti þess að vera bara á ferðinni. Þó að það komi smá breytingar á skipulagi þá verður fólk bara að vinna með það.“

Fjöldi fólks er einnig komið saman á Vestfjörðum þar sem Mýrarboltinn fer fram í dag. „Þetta hefur gengið vel, við erum með aukin mannskap og eftirlit á vegum,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum.

„Ef þú ert í vafa þá ferðu ekki af stað“

Oddur bendir ferðamönnum á að sýna almenna skynsemi á ferðalögum, ekki síst vegna áfengisneyslu. „Að fara ekki of snemma af stað að morgni dags þegar þeir hafa verið að skemmta sér daginn áður.“ Samkvæmt honum er þumalputtareglan frekar einföld: „Ef þú ert í vafa þá ferðu ekki af stað. Maður á bara ekkert að vera stressa sig, bara dunda sér í sólinni. Það verður nóg af henni um helgina.“ Hlynur tekur í sama streng og bendir ökumönnum á að venja sig við umferðalagabreytinguna sem verður næstu áramót. „Prómíl fer í 0,5 í 0,2.“

Ef ökumenn eru í vafa er hægt að biðja um að fá að blása. Oddur segir lögregluna á Suðurlandi bjóða fólki að blása, ef um það er beðið: „Við erum með mannskap í Landeyjarhöfn svo fólk þurfi ekki að taka áhættuna á að fara af stað.“ Hann gerir ráð fyrir að slíkt hið sama verði í boði í Vestmannaeyjum. Hlynur segir lögregluna á Vestfirði hafa orðið við slíkum óskum. „Við höfum ekki með neinum formlegum hætti eða tímasett. Ef fólk vill vera alveg 100% þá hefur alveg orðið við því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -