Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Þórhildur Gyða um yfirlýsingu Kolbeins: „Ég harma að hann sé að ráðast á mig og saka mig um lygar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu.

Eins og alþjóð veit þá steig Þórhildur Gyða Arnarsdóttir fram í viðtali við RÚV á dögunum þar sem hún lýsti kynferðisofbeldi því sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu í september árið 2017.

Gott er að hafa það á hreinu að Þórhildur Gyða nafngreindi aldrei árásarmanninn en Mannlíf var hins vegar sá fjölmiðill sem fyrstur nafngreindi Kolbein og aðrir fylgdu í kjölfarið. Mannlíf reyndi ítrekað að fá viðbrögð frá Kolbeini áður en hann var nafngreindur og vissi hann vel að von væri á grein þar sem nafn hans kæmi fram. Kolbeinn svaraði ekki, en neitaði hisn vegar heldur ekki; heimildir Mannlífs voru hins vegar það áreiðanlegar að ákveðið var að birta nafn hans, auk þess sem hann hefði auðveldlega getað leiðrétt misskilning eða rangindi varðandi fréttina, sem hann gerði ekki.

Eftir að Kolbeinn gaf út opinbera yfirlýsingu í dag varðandi ofbeldishegðun hans gagnvart Þórhildi Gyðu sá hún sig knúna til að tjá sig um þá yfirlýsingu, enda fannst henni ekki allt sem þar kom fram vera í lagi.

Í áðurnefndu viðtali Þórhildar Gyðu við RÚV sagði hún að Kolbeinn hafi beðist afsökunar

og játaði það sem hún sagði honum að hann hefði gert henni; og að Kolbeinn hafi ekki dregið það ekki í efa.

- Auglýsing -

Ef yfirlýsing Kolbeins er skoðuð nánar þá kemur hins vegar fram, sem stangast á við frásögn Þórhildar Gyðu, að hann hafi ekki kannast við að hafa áreitt Þórhildi né beitt ofbeldi og neitaði sök. Kolbeinn segir að „hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni,“ segir Kolbeinn í yfirlýsingu sinni.

En í stuttu spjalli við fréttamiðilinn Vísi segist Þórhildur Gyða undrast viðbrögð Kolbeins:

„Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á.“

- Auglýsing -

Eins og komið hefur fram var einn þátturinn í samkomulagi Þórhildar Gyðu og Kolbeins að hann myndi greiða þrjár milljónir króna til Stígamóta; það hafi algjörlega verið hugmynd hennar en ekki hugmynd Kolbeins, eins og Þórhildi fannst Kolbeinn gefa í skyn í yfirlýsingu sinni, enda væri það svo að „ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf.“

Þórhildur nefnir að hugmyndin um greiðsluna til Stígamóta hefði komið upp vegna þess að henni fannst að Kolbeinn „þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -