Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Þrír flokkar ákveða að starfa saman í anda afturhalds og íhaldssemi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þega þrír flokkar ákveða að starfa saman í anda afturhalds og íhaldssemi og krydda samstarfið að auki með varhugaverðum stað í hagsveiflu þjóðar þá er ekki við góðu að búast.“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, í eldhúsdagsumræðum.

Hún sagði vert að verja nokkrum orðum í hluta þeirra mála sem eru í sjálfheldu vegna ósamstöðu ríkisstjórnarinnar. „Þegar kemur að öðru en vörn fyrir sérhagsmunum þá fer nefnilega lítið fyrir samstöðunni. Orkupakkinn okkar er í þeirri stöðu sem við þekkjum fyrst og fremst vegna dugleysis ríkisstjórnarinnar til að klára málið fyrr í vetur. Þar var þeim ekkert að vanbúnaði. Það skorti bara samstöðu. Eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar í vetur samgönguáætlun til fimm ára var dauðadæmd í upphafi vinnunnar. Því olli ósætti stjórnarflokkanna. Samgönguráðherra boðar nýja og betrumbætta samgönguáætlun næsta haust. Við bíðum spennt. Landbúnaðarráðherra hefur staðið í stappi við stjórnarþingmenn sem telja sjálfstæði okkar og fullveldi ógnað ef aðrir en íslenskir kjötframeiðendur fá að flytja inn ferskt kjöt. Og eitt stærsta mál heilbrigðisráðherra, þungunarrofsmálið, fór í gegnum þingið í krafti stjórnarandstöðuflokka. Það eru ekki óbreyttir stjórnarþingmenn sem leiða þessa andstöðu. Formaður Sjálfstæðisflokks greiddi atkvæði gegn maí heilbrigðisráðherra og formaður Framsóknarflokks hefur lýst yfir skýrri andstöðu við kjötmál ráðherra.“

Hún gagnrýndi holan hljóm ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. „Það kann að vera einhverjum umhugsunarefni að í leiðtogatíð Vinstri hreyfingarinnar græns framboð skuli umhverfismál vera jafn lítt sýnileg í störfum Alþingis og raun ber vitni. Ég á við í raunverulegum störfum. Það er nóg um fögur fyrirheit um stórsóknar þar eins og annars staðar hjá þessari ríkisstjórn. Réttmæt gagnrýni á loftlagsstefnu ríkisstjórnarinnar er öllum kunn. Nú stefnir í að stjórnarmeirihlutinn stöðvi frumvarp umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum annað vorið í röð. það sama má segja um þjóðgarðafrumvarp umhverfisráðherra. Enn standa vonir til, að minnsta kosti einhverra stjórnarliða, til þess að stjórnarfrumvarp um loftlagsmálin nái í gegn. Á þeim tíma sem liðið er síðan ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók til starfa hefur verið boðið upp á fátt bitastætt. Það er rifist um uppskriftir bak við tjöldin en minna verður úr matreiðslunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -