Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

„Þrír ráðherr­ar í rík­is­stjórn ein­stak­lega lagn­ir við að fara ekki eft­ir lög­um í land­inu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokk­ur fólks­ins mun leggja fram van­traust­til­lögu á hend­ur rík­is­stjórn­ar­ Íslands í næstu viku, eins og fram kemur á mbl.is.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólksins segir að „það sem við stefn­um á er að leggja fram van­traust á rík­is­stjórn­ina sjálfa.“

Inga hef­ur komið að máli við alla stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana varðandi fyr­ir­hugaða til­lögu;  seg­ir það skýr­ast eft­ir þing­flokks­fundi á mánu­dag hvaða flokkar munu styðja til­lög­una.

„Enda eru þrír ráðherr­ar í þess­ari rík­is­stjórn al­veg ein­stak­lega lagn­ir við það að fara ekki á eft­ir lög­um í land­inu,“ segir Inga og á þar við um Bjarna Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra, Svandísi Svavars­dótt­ur, sem fór ný­verið frá mat­vælaráðuneyt­inu yfir í innviðaráðuneytið, og Guðmund Inga Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.

- Auglýsing -
Svandís Svavars­dótt­ir,

Segir Inga að hún treyst­i ekki Bjarna Benediktssyni vegna van­hæf­is hans í tengsl­um við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka; treyst­ir eigi Svandísi vegna ólög­mæts hval­veiðibanns í fyrra, og þá treyst­ir Inga ekki Guðmundi Inga vegna brost­inna lof­orða um stofn­un hags­muna­full­trúa fyrir eldri borg­ara:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra VG.

„Eng­inn stjórn­ar­and­stöðuþingmaður sem ég hef heyrt í treyst­ir þess­ari rík­is­stjórn,“ seg­ir Inga sem kveðst aft­ur á móti ekki vera alveg viss um hvort flokk­ur­inn geti einnig lagt fram van­traust­til­lögu á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur innviðaráðherra „þar sem hún flúði á milli ráðuneyta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -