Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þrjár milljónr evra frá Björgólfi Thor í WOW air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar setti þrjár milljónir evra skuldafjárútboð WOW air síðastliðið haust. Þetta kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptafréttastjóra Morgunblaðsins, um ris og fall WOW air.

Bókin kemur út í dag en í henni er greint frá því hverj­ir það voru sem skráðu sig fyr­ir skulda­bréf­um í útboðinu. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins vegna útgáfu bókarinnar kemur fram í henni að rétt rúmur helmingur þess fjár sem safnaðist í útboðinu komi frá einstaklingum og fyrirtækjum sem stóðu Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, og félaginu sjálfu næri. Tengslin eru ýmist persónuleg eða viðskiptahagsmunum.

Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Einari að sterkar vísbendingar séu tl þess að ríflega helmingur þess fjármagns sem hafi safnast sé í raun runnið frá þátttakendum aftur til þeirra sjálfa í gegnum fléttu þar sem skuldum félagsins yrði breytt úr skammtímaskuldum yfir í langtímaskuldir. Þannig hafi féð sem safnaðist ´útboðinu ekki nema að takmörkuðu leyti skilað sér til félagsins sem nýtt rekstrarfé.

Orðrómur um að Björgólfur Thor eigi í WOW air hefur heyrst árum saman. Björgólfur og Skúli eru gamlir vinir sem ráku saman skemmtistaði í Reykjavík fyrr síðustu aldamót.

Stefán Ein­ar kynn­ir bók sína, sem ber heitið WOW: ris og fall flug­fé­lags, á há­deg­is­fundi í Nor­ræna hús­inu í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -