Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þuríður segir sérkennilegt að enginn fatlaður vinni hjá Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) vekur athygli á því í fréttatilkynningu að hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu starfi enginn fatlaður einstaklingur.

Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar, kemur fram að enginn með skerta starfsgetu er í starfi hjá ráðuneyti hans.

Fyrirspurn Oddnýjar var í tveimur liðum. Hún spyr í fyrsta lagi hve margir einstaklingar með skerta starfsgetu starfi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og vísar í lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Í öðru lagi spyr Oddný hvort mótuð hefði verið stefna í ráðuneytinu varðandi ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu.

Í svari Bjarna kemur fram að enginn starfsmaður ráðuneytisins sé með skerta starfsgetu.

Í tilkynningu ÖBÍ segir að svarið við seinni lið spurningarinnar sé ekki flókið.

„Svar ráðherra er ekki flókið. Ekki hefur verið mótuð sérgreind stefna fyrir ráðuneytið um ráðningar einstaklinga með skerta starfsgetu. Einnig segir í svarinu að í mannauðsstefnu Stjórnarráðsins komi fram að allt starfsfólk eigi að eiga sömu möguleika á að geta nýtt hæfileika sína í starfi og skal ekki sæta mismunum af nokkrum toga. Þetta tekur m.a. til starfsfólks með skerta starfsgetu,“ segir í tilkynningu ÖBÍ.

- Auglýsing -

Þá er haft eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanns Öryrkjabandalagsins að henni þyki svar ráðherra að mörgu leiti merkilegt. Hún segir að Bjarni sé sá ráðherra sem hefur mest talað fyrir starfsgetumati, að ekkert andrými væri í fjárlögum fyrir öryrkja fyrr en starfsgetumat yrði tekið upp.

„Það er því sérkennilegt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að hans eigið ráðuneyti skuli ekki ganga á undan með góðu fordæmi, og ráða inn fólk með skerta starfsgetu,“ segir Þuríður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -