Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Þúsundir mótmæla í London

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í London eru nú hundruðir þúsunda að mótmæla Brexit.

Krafan er að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þá hafa yfir 4 milljón manna ritað nafn sitt í undirskriftasöfnun sem biðla til forsætisráðherrans, Theresu May, um að hætt verði við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þessi mynd frá Reuters um fólk á götum London borgar segir meira en þúsund orð um stöðuna í Bretlandi.

Undanfarna daga hefur algjör óreiða ríkt í breskum stjórnmálum líkt og síðustu misseri. May biðlaði til ESB um að Bretar fengju frest til að ganga formlega út til 1. júní. Samkvæmt áætlun átti útganga að fara fram næsta föstudag 29. mars. ESB samþykkti að frest til 22. maí en þar sem kosningar fara fram í Evrópusambandinu í lok maí var ekki vilji til þess að gefa lengri frest.

Stefna May er að leggja samning sinn við ESB um útgöngu í þriðja sinn fyrir breska þingið og fá samþykkt nauðsynleg lög vegna útgöngunnar, en margar lagalegar flækjur hafa skapast. Mun þessi órói valda því að May boðar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu? Að minnsta kosti virðist pólitíkin ekki geta leyst úr málinu, en ólíklegt er að þingið samþykki samninginn nú nema að örvænting hafi gripið um sig enda hefur hann nú þegar tvisvar hefur verið felldur. Því er erfitt að sjá aðra lausn fyrir May en að gefa eftir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu, nema þá að ganga út án samnings. Í öllu falli eru mótmælin í dag til marks um þann óróa sem ríkir hjá bresku þjóðinni og athyglisvert verður að fylgjast með framvindunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -