Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út – Íslenskt skip nappað við meintar ólöglegar veiðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær. Langhelgisgæslan sendi þyrlu á svæðið.

Fram kemur á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands, að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi orðið varir við að skipið væri að veiðum innan reglugerðasvæðis 742/2021 en allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar þar frá 1. júlí til áramóta.
Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út og send austur til að kanna málið en sigmaður þyrlunnar seig niður í skipið og ræddi við skipstjórann. Gerði hann afladagbók skipsins upptæka og skipaði skipstjóranum að sigla skipinu til hafnar. Þar tók lögreglan skýrslu af skiptsjóranum.

Þá vill Landhelgisgæslan brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel lokuð svæði áður en farið er á veiðar. Á vef Fiskistofu má finna allar upplýsingar um slík svæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -