Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tíu nytsamleg ráð til að spara eldsneyti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar verkföll olíuflutningsmanna stendur yfir er vert að kynna sér hvernig spara má eldsneytisnoktunina. Mannlíf tók saman tíu atriði sem vert er að hafa í huga við aksturinn.

  1. Loftsþrýstingur dekkjanna

Með því að vera með réttan loftþrýsting í dekkjunum rúllar bílinn betur og mótstaða hans minni. Bíll sem er með 10 psi of lágan loftþrýsting getur eytt 10% meira eldsneyti. Það er því vert að vitna í Stellu í orlofi og segja: „Passaðu þrýstinginn maður“

2. Auk þyngd í bílnum

Öll vitum við hversu þreytandi er að eiga við auka kíló – og bílinn þinn er sammála þér. þumalputtareglan er að við hver 50 kíló þá eykst eldsneytisnotkunin um 2%

3. Lokaðir gluggar

Ekki það að hitinn sé að myrða landann þessa dagana en þá er vert að huga að því að vindmótstaðann sem skapast við opinn glugga er töluverð. Þess vegna er ráðlagt að stilla fremur miðstöðina til að bæta loftgæðin en að opna gluggann.

- Auglýsing -

4. Hinn gullni meðalvegur

Rétt eins og í öllu er öfginn best geymdur annars staðar. Akstur á 100 km/klst  eyðir 15 prósent meiru eldsneyti en á 90 km/klst og eykur þú hraðann upp í 110 km/klst mun eyðslan aukast um 25 prósent. Að sama skapi reynir meira á vélina við of hægan akstur. Hið gullna miðvið er 50 – 90 km/klst (en auðvitað skal ávallt virða hámarks harða).

5. Hlustaðu á bílinn þinn

- Auglýsing -

Forðastu að gefa bílnum of hratt inn. Æðibunugangurinn er eldsneytisfrekur og dýrkeyptur.

6. Bremsaðu hægt

Forðastu að bremsa harkalega, þar sem það kostar auka orku að ná aftur upp fyrri hraða. Farðu varlega og flýttu þér hægt.

7. Vertu í kontrol

Ef um langakstur er að ræða er gott að halda jöfnum hraða í efsta gír. Nýttu tækina ef bílinn býður upp á hana og stilltu á „krús-kontrolið“.

8. Hugsaðu fram á veginn

Að vera meðvitaður og yfirvegaður í akstri gerir það að verkum að þú keyrir á jafnari hraða og bremsar mýkra. Bílinn þinn mun þakka þér.

9. Veldu rétt leið

Að hanga í umferðateppu er ekki uppáhaldstími neins. Bíllinn þinn þolir það ekki heldur. Vert er því að plana vel ferðina og reyna að forðast óþarfa leiðindi.

10. Ekki hanga í hlutlausum

Dreptu á bílnum ef bílinn er kyrrstæður. Dropinn er dýrmætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -