Þriðjudagur 23. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Tómas missti hárið 13 ára gamall í Hagaskóla: „Ég var látinn finna fyrir því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Tómas Lemarquis missti hárið þrettán ára gamall og var látinn finna fyrir því í nokkur ár á eftir. Í dag lítur hann svo á að hárleysið hafi hins vegar opnað sér dyr þar sem Tómas leikur í bíómyndum um allan heim. Hann segist ekki vilja breyta neinu í dag.

„Ég missti hárið þegar ég var þrettán ára,“ segir Tómas í samtali við Fréttablaðið. Hann reyndist með ættgengan sjálfsofnæmissjúkdóm, alopecia universalis. Þegar hárið fór var hann nemandi í Hagaskóla og það reyndist erfitt.

„Þetta var erfitt því að á þessum aldri vill maður vera eins og allir hinir. Á þessum tíma fór ég svolítið inn í skel. Á þessum árum, í kringum 1990, var mikil eineltisstemning í Hagaskóla. Það var harka og krakkarnir sýndu ekki skilning á því að neinn væri öðruvísi,“ segir Tómas og heldur áfram:

„Ég var látinn finna fyrir því, því að fram að þessu hafði verið svolítill kjaftur á mér og ég verið nokkuð frakkur. Þetta hafði mikil áhrif á sjálfsmyndina og sjálfsöryggið. Á aðeins tveimur mánuðum breyttist útlitið algerlega og það tók mig tíma að venjast því.“

Þrátt erfið unglingsár segist Tómas þakklátur fyrir þá lífsreynslu að hafa misst hárið. „Ég er búinn að vera svona meirihluta ævinnar og finnst það mjög fínt. Ég trúi ekki á tilviljanir og ef mér væri boðið hár í dag myndi ég ekki taka því,“ segir Tómas. Leikarinn viðkunnanlegi ræðir ferilinn nánar í Fréttablaðinu sem finna má hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -