Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Traust til Þjóðkirkjunnar aldrei minna: „Þá er gott að hafa styrk­ing­ar­orð frels­ar­ans í huga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup hefur hlutfall fólks sem ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar lækkað um fimm prósentustig undanfarin tvö ár.

Hneykslismál og deilur hafa einkennt síðustu árin hjá Þjóðkirkjunni.

Nú er svo komið að einungis 27 prósent landsmanna segjast nú bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar.

Kemur fram í þjóðarpúlsinum að traust til kirkjunnar hafi ekki mælst lægra frá því að mælingar hófust hér á landi, árið 1993.

Agnes biskup og Óskar Magnússon deildu hart á síðasta kirkjuþingi.

Traustið Þjóðkirkjunnar hefur minnkað jafnt og þétt yfir það tímabil – og mælist nú í sögulegu lágmarki.

Óhætt er að segja að Þjóðkirkjan undir stjórn Agnesar M. Sigurðardóttur hafi verið í ólgusjó í langan tíma; hvert deilumálið á fætur öðru hefur dunið á stofnuninni og ekki hægt að sjá að öldurnar séu teknar að lægja.

Séra Kristinn Jens Sigurþórsson og séra Gunnar Sigurjónsson eru í málaferlum við Þjóðkirkjuna.

Agnes tók við sem biskup árið 2012, en hún tilkynnti nýverið að hún myndi hætta störfum eftir tæpt eitt og hálft ár.

- Auglýsing -

Hún sagði við það tilefni í frétt á Vísi að hún hafi vitað að starfið yrði ekki auðvelt:

Agnes biskup og Séra Skírnir Garðarsson hafa staðið í illdeilum við hvort annað í nokkurn tíma.

„Ég vissi að oft yrði á brattann að sækja í þeirri umbótavinnu sem ég vildi leggjast í. Og oft hefur gefið á bátinn. En þá er gott að hafa styrk­ing­ar­orð frels­ar­ans í huga og hjarta sem hef­ur ávallt lægt öld­urn­ar þegar við læri­svein­arn­ir verðum hrædd, þreytt og mædd í bátn­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -