Tugir manna fylgdust með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta, í sjósundi á Ísafirði nú í morgunsárið. Fjöldi fólks var saman komið í sælunni á Vestfjörðum, þar sem það byrjaði daginn á því að stinga sér til sunds í ískalt hafið við Ísafjarðardjúp.
Guðni er þaulreyndur þar sem kemur að sjóböðum. Það vekur gjarnan athygli þegar hann birtist á baðströndinni í Nauthólsvík. Útlendingar botna ekkert í því þegar þeir rekast á æðsta mann þjóðarinnar á sundskýlinni.
Forsetahjónin eru í opinberri heimnsókn í Ísafjarðarbæ þessa dagana. Þau heimsækja helstu byggðakjarna og kynna sér dásemdir svæðisins.
Myndirnar tók Þorsteinn Traustason,
Forsetinn með glæsikerrur í bakgrunn, býr sig undir sjósundið.