Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.3 C
Reykjavik

Tvisvar sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða: „Sitja fyrir borgurunum á ó­­­merktum bíl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsstjarnan Ólafur Páll Gunnarsson er ekki sáttur við að lögreglan sitji fyrir löghlýðnum borgurum:

„Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið – í mið­bænum á Akra­nesi á 37 km hraða.

Ég var líka sektaður á leið til mömmu í kaffi í fyrra á 37.“

Hann bætir við:

„Löggan situr fyrir annars lög­hlýðnum borgurunum á ó­­­merktum bíl og flassar á lög­­brjótana,“ segir Óli Palli og heldur áfram:

„Ég spurði lög­­reglu­manninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum.

- Auglýsing -

Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan. Hrað­akstur er hættu­­legur og hraðinn drepur. En er yfir­­völdum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -