Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Twitter logaði eftir að Magnús spurði: „Er ég versti pabbi á Íslandi?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Er ég versti pabbi á Íslandi eða hringja allar stofnanir alltaf bara fyrst í mömmur barnanna? Sama hvað ég hef reynt að láta hringja í mig þá er alltaf hringt fyrst í konuna mína .“

Þessi spurning Magnúsar Sigurjóns Guðmundssonar, betur þekktur sem Maggi peran, hefur vakið mikla athygli á Twitter. Er þráðurinn ansi langur, ummælum verið deilt víða og má draga þá ályktun að enn sé móðirin í aðalhlutverki hvað þetta varðar. Þau sem taka þátt í umræðunum segja nánast undantekningarlaust fyrst reynt að ná tali af móðurinni. Svo eru aðrir sem halda fram að faðirinn hafi engan áhuga á að sinna þessu hlutverki. Einnig er bent á að um vitundarvakningu sé að ræða og henni langt í frá lokið. Þá skín í gegn að feður eru einnig langþreyttir á að lítið þokist áfram í þessum efnum.

Maggi peran og faðir hans

Magnús sem er tómstundafræðingur að mennt fær perunafnið í beinan karllegg en faðir hans var kallaður Gummi Peran. Maggi peran útskýrði þetta nánar í samtali við Nútímann: „[Pabbi] var að vinna í fyrirtæki þar sem þrír aðrir hétu Guðmundur Magnússon. Pabbi var að sjóða perustefni á skip og þótti stefnið líkjast belgnum á honum. Köllunum þótti fyndið að slengja nafninu á hann.“

Egill Óskarsson, fyrrverandi formaður Vantrúar svarar vangaveltum Magnúsar:

„Þú ert ekki versti pabbinn. Þetta er ótrúlega rótgróið og við sem vinnum með börn þurfum að vera meðvituð um þetta. Ég reyni að vera það sjálfur.“

Sigrún Þorsteinsdóttir segir að á hennar vinnustað fari það eftir starfsstéttum foreldra og er þá frekar hringt í það foreldri sem vinnur í banka ef hitt til dæmis starfar á sjúkrahúsi.

„Ég hef séð svo mikinn mun á því hvað foreldrar eru að gera þetta saman og þakka fæðingarorlofinu fyrir. Ábyrgðin er sameiginleg en við getum líka gert betur,“ segir Sigrún.

- Auglýsing -

„Ég spyr líka oftast hvort foreldri sé betra að ná í, það er alltaf að verða jafnara,“ segir Egill.

Eva María bendir á að einnig fari eftir hvernig Mentor raðar en þar er yfirleitt alltaf móðirin ofar á lista.

„Svo hefur þetta verið kerfislægur vandi held ég. Sjálf reyni ég að hringja til skiptis eða í það foreldri sem hefur oftar samband,“ segir Eva María og bætir við að hún hafi séð oftar en einu sinni, kerfið raða móður fyrir ofan þó svo að faðir skrái sig á undan.

- Auglýsing -

Hringir alltaf í móðurina

Arnór Heiðarsson kveðst hafa gert samfélagslega tilraun um tíma og þá alltaf hringt í föður hafi vantað upplýsingar.

„Í 19 af hverjum 20 skiptum vissi hann lítið og bað mig um að hafa samband við mömmuna. Ég sá að þetta var tímasóun og hringi núna alltaf í mömmuna, nema ég viti betur.“

Hildur Ýr Ísberg kennari þvertekur fyrir að slíkt sé tímasóun. Hún segir:

„Þetta er liður í vitundarvakningu og normalíseringu á þátttöku feðra í skólastarfi.“

„Ég er ekki endilega viss um að það að ég hringi fyrst í pabba en mömmu hafi úrslitaáhrif þar,“ svarar Arnór og bætir við: „Þetta er samt í öllu falli eyðsla á tíma sem ég hef ekki. Skilvirkni og nýting á tíma skiptir máli líka.“

Óskað sérstaklega eftir að hringt sé í föður

Þá segir Edda Rós: „Það er alveg sama hvað. Það er alltaf hringt í mig en ekki manninn minn. Jafnvel þegar við biðjum um það. Jafnvel þegar við ítrekum að við séum búin að biðja um það.“

Donna sem deildi umræðunum á sína síðu svarar Eddu: „Þetta er svo illa biased kerfi. Mjög mikið að búa til vandamál sem ætti ekki að þurfa að vera til staðar. Hvað ef að það næst bara stundum betur í manninn og er það ekki bara fullkomnlega eðlilegt? Svona hugsunarháttur er bara að setja okkur í einhver hlutverk

Sóley tjáir sig

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi

Hallbera Eiríksdóttir vitnar í viðtal við Andreu Róbertsdóttur er vann í Hjallastefnuskóla. Þar var verklagi breytt og alltaf hringt í föðurinn fyrst.

Sóley Tómasdóttir femínisti, aktívisti og mannréttindasinni deilir færslu Magnúsar og segir:

„Mjög áhugaverðar umræður um hvernig tilfinningavinna kvenna viðheldur sér…“

Hildur Ýr Ísberg tjáir sig á ný og segir: „Mömmurnar vita bara meira“ kristallar svo fokking vel af hverju konur eru fastar með „mental load“ fyrir fjölskyldur sínar.“

Þessu svarar Sigrún Skaftadóttir og segir pirrandi að ætlast sé til að mæður séu alltaf verkefnastjórar heimilisins og með allt á hreinu. Allir tapi á slíku.

Svona var símtalið

Jóhann Thorsson tjáir sig um sína upplifun og vitnar í samtal við skóla vegna barnsins síns.

„Sæll Jóhann, þetta er X hjá Xskóla.“

„Sæl.“

„Afsakaðu að ég sé að hringja í þig, ég náði ekki í konuna þína.“

Jóhann segir samtalið hafa átt sér stað á þessum nótum og hann svarað starfsmanni skólans að sjálfsagt væri að hringja í hann þar sem hann væri einnig foreldri barnsins.

Þá heldur Helga Lilja því fram að 90% af körlum hafi ekki áhuga á að deila ábyrgð með móðurinni. Segir hún lítið þokast í rétta átt í þessum efnum.

Halldóra segir: „Væri mjög áhugavert að sjá í hvort okkar leikskólinn mun hringja næst (gerðist síðast fyrir meira en ári og þá var hringt í mig). Kærastinn minn er núna í mestum samskiptum við starfsfólk, bæði fer með strákinn og sækir hann nánast alla daga.“

Hvað segja lesendur?

Sé tekið mið af umræðunum eru sterkar vísbendingar um að í flestum tilvikum sé haft samband við móður ef upplýsingar vantar um barn eða eitthvað kemur uppá.

Séð og heyrt á Mannlíf spyr: Hvernig er þín upplifun á þessu?

Er oftar hringt í móður eða föður þegar kemur að þínu barni?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -