Brynjar Níelsson er duglegur að greina frá hringferð Sjálfstæðisflokksins í kringum landið – og tekur ekkert aukalega fyrir:
„Margt óvenjulegt hefur gerst í hringferð okkar sjálfstæðismanna. Fádæma óveður verið þó vindur hafi gengið niður.“
Og þarna eru engar áhættur teknar:

„Við höfum þó Diljá áfram í beisli vegna ofvirkni og margra annarra ástæðna.“
Brynjar bendir á áhugavert atriði sem hann hefur tekið eftir í hringferðinni:

„Það sem hefur vakið mesta athygli í ferðinni er að Birgir Ármannsson hefur verið í gallabuxum og án hálstaus samfellt í fjóra daga. Ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður. Hárgreiðslan er þó óbreytt.“
Einnig þetta:

„Annað merkilegt hefur ekki gerst í ferðinni nema að dómsmálaráðherra býður gestum og gangandi flugvél til sölu og aðrar eignir sem hann á ekkert í. Þá er umhverfisráðherra hættur að tala við mig. Segir að ég sé alltaf að ljúga upp á hann.“

Að endingu:

„Jú, svo hringdi Kári Stefáns í mig og sagði að ég væri of feitur af myndum að dæma.“