Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ung­ar at­hafna­kon­ur gagnrýna ójafnt kynjahlutfall í umfjöllun Markaðarins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Markaðurinn stóð nýverið fyrir vali á viðskiptamanni ársins 2019. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, varð fyrir valinu, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri var í öðru sæti og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts í því þriðja.

Markaðurinn fékk 42 álitsgjafa með sér í lið við valið en aðeins sex úr hópnum eru konur. Þær eru Ásta Fjeldsted, Birna Einarsdóttir, Helga Valfells, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Lilja B. Einarsdóttir og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,

Ung­ar at­hafna­kon­ur, UAK, vekja athygli á þessu ójafna hlutfalli á Twitter.

„Dómnefnd Markaðarins um viðskiptamann ársins 2019. Finnið 6 konur,“ er skrifað við lista yfir álitsgjafa Markaðarins.

„Sorglegt að sjá hversu ójafnt kynjahlutfallið er í dómnefnd Markaðarins. Enn sorglegra að sjá hversu fáar konur eru á lista yfir viðskiptamann ársins. Eru þær ósýnilegar,“ er þá skrifað í aðra Twitter-færslu og grein Markaðarins deilt. Í þeirri grein er fjallað um aðra viðskiptamenn sem voru nefndir við val á viðskiptamanni ársins. Á þeim lista er að finna tíu nöfn karla en tvær konur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -