Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Unglingsdrengir réðust á starfsmann skíðasvæðis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ung­lings­drengir réðust með högg­um og spörk­um á umsjónarmann skíðasvæðisins í Grafarvogi í gærkvöldi þegar hann gerði at­huga­semd­ir um að þeir færu ekki eft­ir regl­um svæðis­ins. Unglingarnir réðust með höggum og spörkum á umsjónarmanninn. Unglingarnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en hún fékk tilkynningu um árásina í gærkvöldi kl. 19.15.

Maðurinn hafði samband við lögreglu en þegar hún mætti á svæðið voru drengirnir horfnir.

Í samtali við Vísi segir Bjarni Brynj­ólfs­son, upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, að ­maður­inn sé ómeidd­ur.

Á Facebook-síðu skíðasvæðisins eru vitni að árásinni, ef einhver eru, beðin um að gefa sig fram.

Klukkan 19:30  var tilkynnt um nokkra drengi sem brutu rúðu á sundstað í austurborginni. Atvikið náðist hugsanlega á upptöku eftirlitsmyndavélar.

- Auglýsing -

Tveir karlmenn í mjög annarlegu ástandi voru handteknir í tveimur aðskildum málum í og við bráðamóttökuna Fossvogi í nótt. Þeir voru með óspektir og hlýddu ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Mennirnir voru að lokum handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Skráningarmerki voru tekin af 56 ökutækjum vegna þess að ekki var staðið skil á vátryggingu og/eða þau færð til skoðunar.

Þessi mál og fleiri eru á meðal þeirra sem fram koma í tilkynningu lögreglunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -