Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Unnusta Boris Johnson segir útlitið hafa verið svart

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson, forsætisráðherra Brentlands, og barnshafandi unnusta hans, Carrie Symonds eru heilbrigðisstarfsfólki afar þakklátt en Johnson er nú kominn heim til sín eftir að hafa dvalið á St. Thom­as-spít­al­an­um í London vegna COVID-19.

Johnson var hætt kominn á tímabili og var flutt­ur á gjör­gæslu á mánu­daginn þaðan sem hann var svo útskrifaður á fimmtudagin.

Í ávarpi sem hann sendi frá sér í gær þakkaði hann heilbrigðisfólki Bretlands fyrir vel unnun störf og sendi tveimur hjúkrunarfræðingum sem önnuðust hann á spítalanum sérstakar þakkir. Hann segist eiga þeim líf sitt að launa.

Symonds hefur einnig sent heilbrigðisstarfsfólki sínar bestu þakkir. Í færslu á Twitter segir hún útlitið hafa verið svart á tímabili og segist hugsa hlýlega til þeirra sem eru í sömu stöðu og hún var í þegar unnusti hennar lá á spítala og hún hafði þungar áhyggjur. Hún segist aldrei geta þakkað starfsfólki St. Thom­as-spítalans nægilega mikið fyrir.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Boris Johnson greinist með COVID-19

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -